Fara í efni

Innanríkisráðuneyti, fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga

Málsnúmer 201211077

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 62. fundur - 30.11.2012

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar útgefin auglýsing innanríkisráðuneytisins um fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga sem birt er í Stjórnartíðindum þann 20. nóvember s.l. með gildistöku 1. janúar n.k.Fyrirmyndin að samþykktinni er í níu köflum og taka þeir til hinna ýmsu sviða í stjórn sveitarfélaga, svo sem skipan sveitarstjórnar og verkefni sveitarfélags, fundarsköp, réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna, byggðarráð, samráð við íbúa og fleira. Fyrirmynd að samþykktunum er unnin á grundvelli 9.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og gildir sú fyrirmynd þar til ráðuneytið hefur staðfest sérstaka sambærilega samþykkt fyrir sveitarfélag.Bæjarráð óskar eftir því að einn fulltrúi frá hverju framboði verði tilnefndur í vinnuhóp um endurskoðun samþykkta.