Fara í efni

Frá Innanríkisráðuneyti, sóknaráætlun landshluta

Málsnúmer 201211063

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 62. fundur - 30.11.2012

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Hólmfríði Sveinsdóttir, verkefnisstjóra sóknaráætlana landshluta.
Sóknaráætlanir landshluta er samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga sem hefur það markmið að efla samskipti stjórnsýslustiganna tveggja og færa landshlutunum aukin völd og aukna ábyrgð við forgangsröðun og ráðstöfun opinbers fjármagns úr ríkissjóði.

Sóknaráætlanir landshluta er eitt af 29 verkefnum Ísland 2020 og hefur verið í þróun í um eitt og hálft ár. Síðastliðið vor var sett á laggirnar sérstakt stýrinet Stjórnarráðsins (skipað einum fulltrúa frá hverju ráðuneyti og framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga) og ráðinn verkefnisstjóri. Verkefnið fer vel af stað og hafa landshlutarnir allir hafið vinnu við sína sóknaráætlun.

Sóknaráætlanir byggja á nýju verklagi þar sem um er að ræða nýja nálgun í svæðasamvinnu og byggðaþróun sem nær til alls landsins og því mikilvægt að sveitarstjórnarmenn séu vel upplýstir um verkefnið. Fulltrúar stýrinetsins hafa undanfarnar vikur kynnt sóknaráætlanir á ársfundum allra landshlutasamtaka, auk þess að funda með þeim sveitarstjórnum sem þess hafa óskað.

Erindið lagt fram til kynningar. Frekari upplýsingar um sóknaráætlunina liggur inni á vefsvæði innanríkisráðuneytisins.