Fara í efni

Birkir Kristjánsson f.h. BÁV útgerð og Omega3 ehf. sækir um byggðakvóta og kaup á húsnæði á Raufarhöfn

Málsnúmer 201211089

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 62. fundur - 30.11.2012

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Birki Kristjánssyni f.h. BÁV útgerð og Omega3 ehf. vegna byggðakvóta og kaupa eða leigu á húsnæði á Raufarhöfn. Útgerðin er nýbúin að kaupa 12 tonna bát sem staðsettur er í Grindavík og mun hann að lokinni slipptöku verða fluttur til Raufarhafnar sem verður hans heimahöfn. Áætlað er að gera bátinn út á línuveiðar og grásleppu. Fyrirhugað er að opna fiskvinnslu á Raufarhöfn þar sem aflinn verður verkaður. Sú fiskvinnsla verður í nafni Omega3 ehf.Útgerðarfélagið fyrirhugar að leigja 100 til 200 tonn en óskar jafnframt eftir úthlutun byggðakvóta fyrir bæði fyrirtækin sem mun styrkja starfsemi félagsins og tryggja betur aukin störf. Gert er ráð fyrir störfum fyrir 10 til 15 manns í fullu starfi.Óskað er eftir að ganga til samninga um kaup eða leigu á annað hvort Löndunarhúsinu eða Lýsishúsinu í heild sinni. Ennfremur er óskað eftir stuðningi sveitarfélagsins í hverju sem verða má til að vel takist og að markmið um eflingu atvinnustigs á Raufarhöfn gagni eftir.Omega3 ehf. hefur þegar fest kaup á öllum tækjabúnaði til flakavinnslu á saltfiski. Forsvarsmenn fyrirtækjanna eru tilbúnir til viðræðna við sveitarfélagið um verkefnið.Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið og þann áhuga sem sýndur er um atvinnuuppbyggingu á Raufarhöfn. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti úthlutunarreglur fyrir sveitarfélagið verða vegna byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013 og því ekki hægt að afgreiða beiðni umsóknaraðila. Því skal haldið til haga að það er ekki bæjarstjórn sem úthlutar byggðakvóta en getur lagt til breytingar á reglugerð á úthlutun byggðakvóta sem úthlutast af Fiskistofu. Hvað varðar beiðni um viðræður vegna kaupa eða leigu á Löndunarhúsi eða Lýsishúsi í heild sinni eru málefni Síldavinnsluhúsanna í meðförum hjá sérstakri húsnefnd og þar til hún hefur skilað áliti sínu verður ekki tekin ákvörðun um einstaka sölu eigna. Bæjarráð tekur hins vegar jákvætt í erindið og bíður forsvarsmönnum fyrirtækjanna að kynna hugmyndir sínar um rekstur fiskvinnslu á Raufarhöfn fyrir ráðinu. Bæjarstjóra falið að boða bréfritara á fund bæjarráðs.

Bæjarráð Norðurþings - 63. fundur - 06.12.2012

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu erindi frá Birki Kristjánssyni f.h. BÁV útgerðar og Omega 3 ehf vegna áforma fyrirtækjanna um uppbyggingu og rekstur útgerðar og fiskvinnslu á Raufarhöfn. Bæjarstjóra var falið að ræða við bréfritara um áform fyrirtækjanna. Bæjarstjóri kynnti niðurstöðu fundarins.Lagt fram til kynningar.