Fara í efni

3ja ára áætlun Norðurþins 2014 - 2016

Málsnúmer 201211057

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 61. fundur - 14.11.2012

Fyrir bæjarráði liggja drög að 3ja ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir rekstarárin 2014 til 2016. Gert er ráð fyrir stighækkandi tekjum í samræmi við uppbyggingu á Bakka í tengslum við orkufrekan iðnað og að rekstrarniðurstaðan batni milli ára en þó mest á árinu 2015.Bæjarráð vísar 3ja ára fjárhagsáætlun (2014 -2016) til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Norðurþings - 19. fundur - 20.11.2012

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu fyrri umræða um 3ja ára fjárhagsáætlun Norðurþings ( 2014 - 2016 ). 3já ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins var vísað til bæjarstjórnar á 61. fundi bæjarráðs. Gert er ráð fyrir stighækkandi tekjum í samræmi við uppbyggingu á Bakka í tengslum við orkufrekan iðnað og að rekstrarniðurstaðan batni milli ára en þó mest á árinu 2015. Bæjarstjórn hefur tekið 3ja ára fjárhagsáætlun (2014 - 2016 ) til fyrri umræðu og vísar henni til meðferðar í bæjarráði fyrir síðari umræðu. Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð Norðurþings - 64. fundur - 13.12.2012

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu 3ja ára fjárhagsáætlun Norðurþings 2014 -2016 fyrir síðari umræðu í bæjarstjórn. Bæjarráð vísar 3ja ára fjárahgsáætlun til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Norðurþings - 20. fundur - 14.12.2012

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu síðari umræða um þriggja ára fjárhagsáætlun (2014 -2016). Áætlunin var tekin til afgreiðslu á 64. fundi bæjarráðs og vísað til bæjarstjórnar. Til máls tóku: Friðrik, Hjálmar Bogi, Jón Helgi, Soffía, Þráinn, Jón Grímsson, Trausti og Bergur. Þriggja ára fjárhagsáætlun (2014 - 2016) er samþykkt samhljóða.

Bæjarráð Norðurþings - 75. fundur - 30.05.2013

Fyrir bæjarráði liggur 3ja ára fjárahagsáætlun Norðurþings 2014 - 2016. Á 20. fundi bæjarstjórnar Norðurþings, frá 14. desember 2012, var 3ja ára fjárhagsáætlun 2014 - 2016 samþykkt með þeim fyrirvara að endurupptaka á henni fari fram í maí, í ljósi niðurstöðu um framgang uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Bakka. Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að hefja vinnu við breytingu á 3ja ára fjárhagsáætlun 2014 - 2016 með þeim forsendubreytingum sem liggja fyrir og leggja fyrir bæjarráð að nýju.

Bæjarráð Norðurþings - 78. fundur - 19.07.2013

Fyrir bæjarráði liggur fyrir, til fyrri umræðu, endurupptaka 3ja ára fjárhagsáætlunar 2014 - 2016. Bæjarráð vísar endurupptöku 3ja ára fjárhagsáætlunar til síðari umræðu í bæjarráði.

Bæjarráð Norðurþings - 79. fundur - 15.08.2013

Fyrir bæjarráði, í umboði bæjarstjórnar, liggur til afgreiðslu síðari umræða um endurgerða 3ja ára fjárhagsáætlun (2014 - 2016). Endurgerða 3ja árafjárhagsáætlunin var tekin til fyrri umræðu 19. júlí s.l. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi endurgerða 3ja ára fjárhagsáætlun 2014 - 2016.