Bæjarráð Norðurþings

78. fundur 19. júlí 2013 kl. 08:30 - 11:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.807. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

201307014

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð 807. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Afrit af svarbréfi frá Lyfju hf. til íbúasamtaka Raufarhafnar varðandi athugasemdir við starfsemi Lyfju á Raufarhöfn og Kópaskeri

201306005

Fyrir bæjarráði til kynningar afrit af svarbréfi Lyfju hf. til íbúasamtaka Raufarhafnar. Bréfið er lagt fram til kynningar.

3.Fundargerðir Dvalarheimilis aldraðra 2013

201301036

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð Dvalarheimilis aldraðra. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Hvalasafnið á Húsavík og Garðarshólmur, ósk um aðkomu Norðurþings að verkefninu "Fræða- og menningarklasi Norðurþings"

201306079

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Hvalasafninu og Garðarshólmi þar sem óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins í uppbyggingu safnanna til lengri tíma. Bæjarráð, eins og áður, tekur jákvætt í erindið og samþykkir að taka þátt í verkefninu.

5.Samband íslenskra sveitarfélaga, forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2014

201307001

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á forsendum við gerð fjárhagsáætlana sveitarfélaga. Erindið lagt fram til kynningar.

6.Samband orkusveitarfélaga, stefnumörkun stjórnar til umsagnar

201305074

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Sambandi orkusveitarfélaga. Erindið lagt fram til kynningar.

7.SANA, Samtök atvinnurekenda á Norðausturlandi, erindi vegna vetrarþjónustu Vegagerðarinnar

201307020

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá SANA, samtökum atvinnurekenda á Norðausturlandi vegna vetrarþjónustu við veghald í Þingeyjarsýslum. Bæjarráð tekur undir áhyggjur samtakanna og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.

8.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Magneu Magnúsdóttur, Raufarhöfn

201307025

Fyrir bæjarráði liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Húsavík vegna endurnýjunar á leyfi til handa Magneu Magnúsdóttir á Raufarhöfn. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.

9.Friðrik Jónsson, erindi varðandi bága stöðu Slökkviliðs Húsavíkur

201306018

Fyrir bæjarráði liggja drög að erindisbréfi er varða skipulag eldvarna í Norðurþingi. Bæjarráð samþykkir að skipa eftirfarandi aðila í starfshóp.1. Tryggvi Jóhannsson2. Grímur Kárason3. Jón Ásberg Salómonsson4. Jón Grímsson5. Áki Hauksson6. Friðrik Jónsson Bæjarráð leggur til að formaður starfshópsins verði Áki Hauksson.

10.Verkís hf., fyrir hönd Saint Gobain óskar eftir viðræðum við Norðurþing um lóð á Bakka

201307033

Fyrir bæjarráði liggur lóðaumsókn frá Verkís hf., fyrir hönd franska fyrirtækisins Saint Gobain Um er að ræða um 12 ha. lóð. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að óska eftir nauðsynlegum gögnum svo hefja megi deiliskipulag sem er forsenda úthlutun iðanðarlóðar á iðnaðarsvæðinu á Bakka.

11.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2013

201209003

Fyrir bæjarráði liggur fyrir, til fyrri umræðu, endurupptaka fjárhagsáætlunar 2013. Bæjarráð vísar endurupptöku fjárhagsáætlunar til síðari umræðu í bæjarráði.

12.3ja ára áætlun Norðurþins 2014 - 2016

201211057

Fyrir bæjarráði liggur fyrir, til fyrri umræðu, endurupptaka 3ja ára fjárhagsáætlunar 2014 - 2016. Bæjarráð vísar endurupptöku 3ja ára fjárhagsáætlunar til síðari umræðu í bæjarráði.

13.10 ára áætlun Norðurþings

201211058

Fyrir bæjarráði liggur fyrir, til fyrri umræðu, endurupptaka 10 ára fjárhagsáætlunar. Bæjarráð vísar endurupptöku 10 ára fjárhagsáætlunar til síðari umræðu í bæjarráði.

14.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 31

1307001

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð 31. fundar framkvæmda- og hafnanefndar til staðfestingar. Fundargerðin staðfest af bæjarráði.

15.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 107

1307002

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð 107. fundar skipulags- og byggingarnefndar til afgeiðslu og staðfestingar. Liður 3. er sérstakur afgreiðslu liður. Aðrir liðir fundargerðarinnar eru til staðfestingar.

Fundi slitið - kl. 11:00.