Fara í efni

10 ára áætlun Norðurþings

Málsnúmer 201211058

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 61. fundur - 14.11.2012

Fyrir bæjarráði liggja drög að 10 ára áætlun í samræmi við lög og reglugerðir um fjármál sveitarfélaga. Áætlunarvinnan er byggð á fjárhagsáætlun ársins 2013 og svo á grunni 3ja ára fjárhagsaáætlun sveitarfélagsins. Helstu markmið í þessari áætlun er að ná bæði rekstrarjöfnuði og skuldaviðmið eins og lög kveða á um.Bæjarráð vísar 10 ára fjárhagsáætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Norðurþings - 19. fundur - 20.11.2012

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu fyrri umræða um 10 ára fjárhagsáætlun Norðurþings sem var vísað til bæjarstjórnar á 61. fundi bæjarráðs. 10 ára áætlunin er unnin í samræmi við lög og reglugerðir um fjármál sveitarfélaga.
Áætlunarvinnan er byggð á fjárhagsáætlun ársins 2013 og svo á grunni 3ja ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

Helstu markmið í þessari áætlun er að ná bæði rekstrarjöfnuði og skuldaviðmiði eins og lög kveða á um. Til máls tók: Bergur Bæjarstjórn hefur tekið 10 ára fjárhagsáætlun til fyrri umræðu og vísar henni til meðferðar í bæjarráði fyrir síðari umræðu. Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð Norðurþings - 64. fundur - 13.12.2012

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu 10 ára fjárhagsáætlun Norðurþing fyrir síðari umræðu í bæjarstjórn. Bæjarráð vísar 10 ára fjárhagsáætlun til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Norðurþings - 20. fundur - 14.12.2012

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu síðari umræða um langtímaáætlun ( 10 ára fjárhagsáætlun ). Áætlunin var tekin til afgreiðslu á 64. fundi bæjarráðs og vísað til bæjarstjórnar. Langtímaáætlunin samþykkt samhljóða.

Bæjarráð Norðurþings - 66. fundur - 31.01.2013

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu greinargerð sem fylgja á 10 ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Helstu markmið áætlunarinnar er að ná bæði rekstrarjöfnuði og skuldaviðmiði eins og lög kveða á um. Bæjarstjóra falið að senda inn fyrirliggjandi greinargerð.

Bæjarráð Norðurþings - 75. fundur - 30.05.2013

Fyrir bæjarráði liggur 10 ára fjárahagsáætlun Norðurþings. Á 20. fundi bæjarstjórnar Norðurþings, frá 14. desember 2012, var 10 ára fjárhagsáætlun Norðurþings samþykkt með þeim fyrirvara að endurupptaka á hennu fari fram í maí, í ljósi niðurstöðu um framgang uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Bakka. Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að hefja vinnu við breytingu á 10 ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins með þeim forsendubreytingum sem liggja fyrir og leggja fyrir bæjarráð að nýju.

Bæjarráð Norðurþings - 78. fundur - 19.07.2013

Fyrir bæjarráði liggur fyrir, til fyrri umræðu, endurupptaka 10 ára fjárhagsáætlunar. Bæjarráð vísar endurupptöku 10 ára fjárhagsáætlunar til síðari umræðu í bæjarráði.

Bæjarráð Norðurþings - 79. fundur - 15.08.2013

Fyrir bæjarráði, í umboði bæjarstjórnar, liggur til afgreiðslu síðari umræða um endurgerða 10 ára fjárhagsáætlun. Endurgerða 10 ára fjárhagsáætlunin var tekin til fyrri umræðu 19. júlí s.l. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi endurgerða 10 ára fjárhagsáætlun.

Bæjarráð Norðurþings - 96. fundur - 27.02.2014Fyrir bæjarráði liggur erindi frá EFS, Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, vegna aðlögunaráætlun Norðurþings. Til að uppfylla ákvæði laga um aðlögunaráætlun, er niðurstaða nefndarinnar að óska eftir því við Norðurþing, að sveitarfélagið setji fram aðlögunaráætlunina í tveimur hlutum, annars vegar þann hluta aðlögunaráætlunarinnar sem taki mið af núverandi aðstæðum í rekstri sveitarfélagsins, þ.e.a.s. aðlögunaráætlun sem taki mið af núverandi rekstrarumhverfi Norðurþings og hins vegar þann hluta aðlögunaráætlunarinnar þar sem fram koma áhrif uppbyggingar á Bakka á áætlun um fjárfestingar, tekjur og gjöld sem og aðra liði í rekstri og efnahag. Samanlagt mynda þessir tveir hlutar aðlögunaráætlun um hvernig fjárhagslegum viðmiðum sveitarstjórnarlaga verður náð en síðarnefndi hlutinn er sá hluti sem óvissa ríkir um og getur þá færst á milli ára verði það raunin.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.