Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

75. fundur 30. maí 2013 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Skipun starfshóps um frágang lóðar Síldarvinnslu ríkisins á Raufarhöfn.

Málsnúmer 201201062Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á síðasta fundi bæjarráðs. Á fund bæjarráðs er mættur Kristján Þ. Halldórsson, starfsmaður Byggðarstofnunar á Raufarhöfn, til að fara yfir málefni starfshópsins.Kristján fór yfir verkefnin og tillögur sem nefndin hefur haft til umfjöllunar á fundum sínum. Meðal þess sem rætt hefur verið er:1. Atvinnumál á Raufarhöfn.2. Nýting húsnæðis SR á Raufarhöfn.3. Heimskautsgerðið.4. Nýstofnuð íbúasamtök og verkefni þeirra. Bæjarráð þakkar Kristján Þ. Halldórssyni fyrir kynninguna.

2.Frá Hagsmunasamtökum heimilanna, opið bréf til sveitarstjórna um nauðungarsölur

Málsnúmer 201305058Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur opið bréf frá Hagsmunasamtökum heimilanna sem sent er á öll sveitarfélög í landinu en þar kemur m.a. fram:<SPAN style="FONT-FAMILY: ; FONT-SIZE: 10pt" Tahoma? mso-bidi-font-family: Verdana?,?sans-serif?;>Hagsmunasamtök heimilanna beina þeirri áskorun til sveitarfélaga á landsvísu að hefja sem fyrst aðgerðir til að stemma stigu við heimilisleysi í sveitarfélaginu, sem rekja má til skorts á aðgæslu að réttindum neytenda við <A title="Lög nr. 90/1991 um nauðungarsölu" href="http://cloud.inboxair.com/send/link.php?M=7714629&N=2409&L=2337&F=H" target=_blank><FONT color=#0000ff>nauðungarsölur</A> og aðrar fullnustugerðir. Á aðalfundi samtakanna þann 15. maí síðastliðinn var samþykkt svohljóðandi <A title="Áskorun aðalfundar HH 2013 til sveitarstjórna" href="http://cloud.inboxair.com/send/link.php?M=7714629&N=2409&L=2362&F=H" target=_blank><FONT color=#0000ff>ályktun</A> um áskorun til sveitarstjórna: <SPAN style="FONT-FAMILY: ; FONT-SIZE: 10pt" Tahoma? mso-bidi-font-family: Verdana?,?sans-serif?;>”Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna 15. maí 2013, skorar á sveitarstjórnir á landsvísu að stemma stigu við nauðungarsölum sýslumanna og öðrum fullnustugerðum gagnvart íbúum sveitarfélaga sinna, í ljósi þess vafa sem uppi er um lögmæti slíkra gerða á grundvelli fjárkrafna sem vafi leikur á um eða samningsákvæða sem að öllum líkindum eru óréttmæt og þar af leiðandi líklega ólögleg. Einkum og sér í lagi er átt við ákvæði sem kveða á um beina nauðungarsölu án undangengis dómsúrskurðar, en slíkt gengur í berhögg við reglur evrópska efnahagssvæðisins um neytendavernd sem fela í sér ótvíræða skyldu dómstóla og úrskurðaraðila að gæta sérstaklega að neytendarétti varðandi lánssamninga. <SPAN style="FONT-FAMILY: ; FONT-SIZE: 10pt" Tahoma? mso-bidi-font-family: Verdana?,?sans-serif?;> <SPAN style="FONT-FAMILY: ; FONT-SIZE: 10pt" Tahoma? mso-bidi-font-family: Verdana?,?sans-serif?;>Starfsmenn sveitarfélaga eru jafnframt hvattir til þess að gæta hófs í kröfulýsingum á hendur einstaklingum og fjölskyldum vegna vangoldinna opinberra gjalda, í tengslum við nauðungarsölur að frumkvæði fjármálafyrirtækja. Loks er athygli sveitarstjórna vakin á þeim möguleika að stemma stigu við heimilisleysi í sveitarfélaginu með ákvörðun talsvert hærri fasteignagjalda fyrir íbúðarhúsnæði sem lögaðilar hafa eignast í kjölfar nauðungarsölu án undangengins dómsúrskurðar, gjaldþrots eða útburðar. Slík gjöld gætu nýst til þess að standa straum af nauðsynlegri velferðarþjónustu sem sveitarfélaginu er skylt að veita fjölskyldum sem orðið hafa heimilislausar vegna óréttmætra fjármálagjörninga.“ <SPAN style="FONT-FAMILY: ; FONT-SIZE: 10pt" Tahoma? mso-bidi-font-family: Verdana?,?sans-serif?;> <SPAN style="FONT-FAMILY: ; FONT-SIZE: 10pt" Tahoma? mso-bidi-font-family: Verdana?,?sans-serif?;>Erindið lagt fram til kynningar.

3.Guðmundur Vilhjálmsson sendir erindi varðandi GÁF ehf

Málsnúmer 201305053Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Guðmundi Vilhjálmssyni varðandi þátttöku sveitarfélagsins í verkefnum á vegum GáF ehf. Bæjarráð Norðurþings hefur móttekið erindið. Bæjarráð mun ekki taka erindið til afgreiðslu enda er það ekki á valdsviði þess né hlutverk að fjalla um málefni sjálfstæðra lögaðila, jafnvel þó sveitarfélagið eigi fulltrúa í stjórn slíkra hlutafélaga eða stofnana. Bæjarráð telur því eðlilegt að bréfritari vísi fyrirspurnum sínum til réttra aðila. Til upplýsinga þá er sveitarfélagið Norðurþing stofnaðili að fyrirtækinu Gáf ehf. ásamt fjölmörgum sveitarfélögum á norðausturlandi, t.a.m. Akureyrarkaupstað, Grýtubakkahreppi, Fljótsdalshéraði, Hörgársveit og Vopnafjarðarhreppi. Tilgangur félagsins er að undirbúa kaup, eignarhald og leigu á hluta jarðarinnar Grímstaðir á Fjöllum í tengslum við áform fjárfestis frá Kína sem hefur hug á að byggja upp og reka ferðaþjónustu á svæðinu.

4.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2013

Málsnúmer 201209003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fjárhagsáætlun ársins 2013. Á 20. fundi bæjarstjórnar Norðurþings, frá 14. desember 2012, var fjárhagsáætlun ársins 2013 samþykkt með þeim fyrirvara að endurupptaka á fjárhagsáætlun ársins 2013 fari fram í maí í ljósi niðurstöðu um framgang uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Bakka. Einnig liggur fyrir sérstakur framkvæmda- og styrkjaliður. Eftirfarandi framkvæmdalisti er til afgreiðslu:1. Mötuneyti í Borgarhólsskóla. 2. Framkvæmdir við íþróttamannvirki.3. Framkvæmdir við félagsheimili.4. Framkvæmdir við gatnagerð.5. Skipulagsmál.6. Atvinnumál, orkufrekur iðnaður.7. Styrkir og framlög. Heildar fjárfestinga- og framkvæmdakostnaður er um 100 milljónir króna. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi framkvæmdir og felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að hefja vinnu við breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2013 með ofangreindum tillögum og leggja fyrir bæjarráð að nýju.

5.3ja ára áætlun Norðurþins 2014 - 2016

Málsnúmer 201211057Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur 3ja ára fjárahagsáætlun Norðurþings 2014 - 2016. Á 20. fundi bæjarstjórnar Norðurþings, frá 14. desember 2012, var 3ja ára fjárhagsáætlun 2014 - 2016 samþykkt með þeim fyrirvara að endurupptaka á henni fari fram í maí, í ljósi niðurstöðu um framgang uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Bakka. Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að hefja vinnu við breytingu á 3ja ára fjárhagsáætlun 2014 - 2016 með þeim forsendubreytingum sem liggja fyrir og leggja fyrir bæjarráð að nýju.

6.10 ára áætlun Norðurþings

Málsnúmer 201211058Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur 10 ára fjárahagsáætlun Norðurþings. Á 20. fundi bæjarstjórnar Norðurþings, frá 14. desember 2012, var 10 ára fjárhagsáætlun Norðurþings samþykkt með þeim fyrirvara að endurupptaka á hennu fari fram í maí, í ljósi niðurstöðu um framgang uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Bakka. Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að hefja vinnu við breytingu á 10 ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins með þeim forsendubreytingum sem liggja fyrir og leggja fyrir bæjarráð að nýju.

Fundi slitið - kl. 18:00.