Fara í efni

Frá Hagsmunasamtökum heimilanna, opið bréf til sveitarstjórna um nauðungarsölur

Málsnúmer 201305058

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 75. fundur - 30.05.2013

Fyrir bæjarráði liggur opið bréf frá Hagsmunasamtökum heimilanna sem sent er á öll sveitarfélög í landinu en þar kemur m.a. fram:<SPAN style="FONT-FAMILY: ; FONT-SIZE: 10pt" Tahoma? mso-bidi-font-family: Verdana?,?sans-serif?;>Hagsmunasamtök heimilanna beina þeirri áskorun til sveitarfélaga á landsvísu að hefja sem fyrst aðgerðir til að stemma stigu við heimilisleysi í sveitarfélaginu, sem rekja má til skorts á aðgæslu að réttindum neytenda við <A title="Lög nr. 90/1991 um nauðungarsölu" href="http://cloud.inboxair.com/send/link.php?M=7714629&N=2409&L=2337&F=H" target=_blank><FONT color=#0000ff>nauðungarsölur</A> og aðrar fullnustugerðir. Á aðalfundi samtakanna þann 15. maí síðastliðinn var samþykkt svohljóðandi <A title="Áskorun aðalfundar HH 2013 til sveitarstjórna" href="http://cloud.inboxair.com/send/link.php?M=7714629&N=2409&L=2362&F=H" target=_blank><FONT color=#0000ff>ályktun</A> um áskorun til sveitarstjórna: <SPAN style="FONT-FAMILY: ; FONT-SIZE: 10pt" Tahoma? mso-bidi-font-family: Verdana?,?sans-serif?;>”Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna 15. maí 2013, skorar á sveitarstjórnir á landsvísu að stemma stigu við nauðungarsölum sýslumanna og öðrum fullnustugerðum gagnvart íbúum sveitarfélaga sinna, í ljósi þess vafa sem uppi er um lögmæti slíkra gerða á grundvelli fjárkrafna sem vafi leikur á um eða samningsákvæða sem að öllum líkindum eru óréttmæt og þar af leiðandi líklega ólögleg. Einkum og sér í lagi er átt við ákvæði sem kveða á um beina nauðungarsölu án undangengis dómsúrskurðar, en slíkt gengur í berhögg við reglur evrópska efnahagssvæðisins um neytendavernd sem fela í sér ótvíræða skyldu dómstóla og úrskurðaraðila að gæta sérstaklega að neytendarétti varðandi lánssamninga. <SPAN style="FONT-FAMILY: ; FONT-SIZE: 10pt" Tahoma? mso-bidi-font-family: Verdana?,?sans-serif?;> <SPAN style="FONT-FAMILY: ; FONT-SIZE: 10pt" Tahoma? mso-bidi-font-family: Verdana?,?sans-serif?;>Starfsmenn sveitarfélaga eru jafnframt hvattir til þess að gæta hófs í kröfulýsingum á hendur einstaklingum og fjölskyldum vegna vangoldinna opinberra gjalda, í tengslum við nauðungarsölur að frumkvæði fjármálafyrirtækja. Loks er athygli sveitarstjórna vakin á þeim möguleika að stemma stigu við heimilisleysi í sveitarfélaginu með ákvörðun talsvert hærri fasteignagjalda fyrir íbúðarhúsnæði sem lögaðilar hafa eignast í kjölfar nauðungarsölu án undangengins dómsúrskurðar, gjaldþrots eða útburðar. Slík gjöld gætu nýst til þess að standa straum af nauðsynlegri velferðarþjónustu sem sveitarfélaginu er skylt að veita fjölskyldum sem orðið hafa heimilislausar vegna óréttmætra fjármálagjörninga.“ <SPAN style="FONT-FAMILY: ; FONT-SIZE: 10pt" Tahoma? mso-bidi-font-family: Verdana?,?sans-serif?;> <SPAN style="FONT-FAMILY: ; FONT-SIZE: 10pt" Tahoma? mso-bidi-font-family: Verdana?,?sans-serif?;>Erindið lagt fram til kynningar.