Fara í efni

Guðmundur Vilhjálmsson sendir erindi varðandi GÁF ehf

Málsnúmer 201305053

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 75. fundur - 30.05.2013

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Guðmundi Vilhjálmssyni varðandi þátttöku sveitarfélagsins í verkefnum á vegum GáF ehf. Bæjarráð Norðurþings hefur móttekið erindið. Bæjarráð mun ekki taka erindið til afgreiðslu enda er það ekki á valdsviði þess né hlutverk að fjalla um málefni sjálfstæðra lögaðila, jafnvel þó sveitarfélagið eigi fulltrúa í stjórn slíkra hlutafélaga eða stofnana. Bæjarráð telur því eðlilegt að bréfritari vísi fyrirspurnum sínum til réttra aðila. Til upplýsinga þá er sveitarfélagið Norðurþing stofnaðili að fyrirtækinu Gáf ehf. ásamt fjölmörgum sveitarfélögum á norðausturlandi, t.a.m. Akureyrarkaupstað, Grýtubakkahreppi, Fljótsdalshéraði, Hörgársveit og Vopnafjarðarhreppi. Tilgangur félagsins er að undirbúa kaup, eignarhald og leigu á hluta jarðarinnar Grímstaðir á Fjöllum í tengslum við áform fjárfestis frá Kína sem hefur hug á að byggja upp og reka ferðaþjónustu á svæðinu.