Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

96. fundur 27. febrúar 2014 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigríður Valdimarsdóttir varamaður
  • Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri- og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.10 ára áætlun Norðurþings

Málsnúmer 201211058Vakta málsnúmer



Fyrir bæjarráði liggur erindi frá EFS, Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, vegna aðlögunaráætlun Norðurþings. Til að uppfylla ákvæði laga um aðlögunaráætlun, er niðurstaða nefndarinnar að óska eftir því við Norðurþing, að sveitarfélagið setji fram aðlögunaráætlunina í tveimur hlutum, annars vegar þann hluta aðlögunaráætlunarinnar sem taki mið af núverandi aðstæðum í rekstri sveitarfélagsins, þ.e.a.s. aðlögunaráætlun sem taki mið af núverandi rekstrarumhverfi Norðurþings og hins vegar þann hluta aðlögunaráætlunarinnar þar sem fram koma áhrif uppbyggingar á Bakka á áætlun um fjárfestingar, tekjur og gjöld sem og aðra liði í rekstri og efnahag. Samanlagt mynda þessir tveir hlutar aðlögunaráætlun um hvernig fjárhagslegum viðmiðum sveitarstjórnarlaga verður náð en síðarnefndi hlutinn er sá hluti sem óvissa ríkir um og getur þá færst á milli ára verði það raunin.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.

2.Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi, 277. mál.

Málsnúmer 201402094Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Allherjar- og menntamálanefnd Alþingis tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi. Mál 277. Lagt fram til kynningar.

3.Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum, 276. mál.

Málsnúmer 201402093Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis tillögu til þingsályktunar um kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum. Mál 276. Lagt fram til kynningar.

4.Erindi frá Húsavíkurstofu varðandi tjaldsvæðið á Húsavík

Málsnúmer 201402088Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Húsavíkurstofu þar sem óskað er eftir endurnýjun á samningi um rekstur Tjaldsvæðis Húsavíkur. Meðfylgjandi erindinu eru drög að nýjum samningi með gildistöku fyrir árið 2014. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að samningsdrögum og leggja fyrir bæjarráð.

5.Fundargerðir stjórnar Dvalarheimilis aldraðra sf. 2014

Málsnúmer 201402080Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerðir 45., 46. og 47. fundar stjórnar DA sf. Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

6.Langanesbyggð óskar eftir styrk vegna framkvæmda við Skoruvíkurbjörg

Málsnúmer 201402078Vakta málsnúmer




Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá Langanesbyggð vegna framkvæmda við útsýnispall við Skoruvíkurbjörg á Langanesi. Sveitarfélagið Langanesbyggð hefur lagt til 25% af framkvæmdakostnaði verksins. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða kom einnig mjög myndarlega að þessu verkefni. Þá hafa Vaxna (Vaxtarsamningur Norðurausturlands), Styrktarsjóður Brunabótafélagsins og Faglausn styrkt verkefnið. Þrátt fyrir þenna góða stuðning vantar um 3 milljónir króna til viðbótar. Því var ákveðið að leita fyrirtækja og aðila á svæðinu um aðstoð. Óskað er eftir 100 - 300 þúsund króna framlagi.

Bæjarráð hafnar erindinu.

7.Lögmannsstofa Akureyrar, útibú á Húsavík undir nafninu Lögmannsstofa Húsavíkur

Málsnúmer 201402067Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Jóni Stefáni Hjaltalín, f.h. Lögmannsstofu Akureyrar ehf., þar sem kynnt er starfsemi félagsins á Húsavík en það hefur rekið útibú á Húsavík frá árinu 2011 undir nafni Lögmannsstofu Húsavíkur. Lagt fram til kynningar.

8.Námsver á framhaldsskólastigi á Raufarhöfn

Málsnúmer 201401157Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu erindi frá FSH um samstarf um rekstur námsvers á framhaldsskólastigi á Raufarhöfn. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að samningi í samstarfi við FSH um verkefnið og leggja fyrir bæjarráð.

9.Orkustofnun óskar eftir umsögn vegna umsóknar Landsvirkjunar um endurnýjun á rannsóknarleyfi í Gjástykki

Málsnúmer 201402082Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur umsagnarbeiðni frá Orkustofnun vegna umsóknar Landsvirkjunar um endurnýjun á rannsóknarleyfi í Gjástykki. Umsögn og samþykki Umhverfisstofnunar liggur nú fyrir í málinu, dag. 13. febrúar s.l. sem barst Orkustofnun 17. febrúar og er hún meðfylgjandi.Með vísan til 13. og 14. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er hér með óskað eftir umsögn Norðurþings. Er þess óskað að sveitarfélagið hraði málsmeðferð sinni þannig að afstaða þess liggi fyrir svo fljótt sem unnt er, sbr. 1. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga og eigi síðar en mánudaginn 3. mars. n.k. Bæjarráð Norðurþings gerir ekki athugasemdir við að rannsóknarleyfi verði veitt. Í Svæðisskipulagi Háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007 - 2025 er gert ráð fyri að svæðið verði mögulega virkjað og undirbúningsrannsóknir nauðsynlegar.

10.Pálsreitur, tilkynning um breytta starfsemi,samþykktir og hluthafafundagerð

Málsnúmer 201401107Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar breytingar á samþykktum félagsins Pálsreits ehf., ásamt svarbréfi Íbúðalánasjóðs vegna umsóknar félagsins um lánveitingu vegna byggingar 3ja íbúða. Lagt fram til kynningar.

11.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Berki Emilssyni vegna Sölkuveitinga ehf

Málsnúmer 201402061Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni um umsögn frá Sýslumanninum á Húsavík vegna leyfisveitingar til handa Berki Emilssyni vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi til sölu gistingar og veitingu veitinga vegna Sölkuveitinga ehf. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.

12.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 217. mál til umsagnar

Málsnúmer 201402087Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli (heildarlög, yfirstjórn og ábyrgð Alþingis). Mál. 217. Lagt fram til kynningar.

13.Viðaukar við lóðar- og hafnarsamning

Málsnúmer 201402102Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja viðaukar til samþykktar, annars vegar lóðasamnings milli Norðurþings og PCC BakkiSilicon hf., og hins vegar, hafnasamnings milli Hafnasjóðs Norðurþing og PCC BakkiSilicon hf. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka við samningana.

Fundi slitið - kl. 18:00.