Námsver á framhaldsskólastigi á Raufarhöfn
Málsnúmer 201401157
Vakta málsnúmerFræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 34. fundur - 11.02.2014
Frida Elisabeth Jörgensen, skólastóri Grunnskólans á Raufarhöfn tengdist fundinum með síma undir þessum lið. Fyrir nefndinni liggur erindi frá Fridu Elisabeth þar sem hún óskar þess að sveitarfélagið fari í formlegar viðræður við framhaldsskóla á svæðinu um stofun námsvers á Raufarhöfn. Frida Elisabeth telur mikilvægt að fleiri kostir standi nemendum til boða til að auka líkur á að þeir geti stundað það nám sem hugur þeirra stendur til og jafnframt stundað nám sitt að mestum hluta á Raufarhöfn. Meirihluti fræðslu- og menningarnefndar leggur til við bæjarstjórn að heimilað verði að starfsmaður í námsveri í Grunnskólanum á Raufarhöfn hafi umsjón með nemendum í dreifnámi frá fleiri en einum framhaldsskóla samþykki framhaldsskólarnir það. Samþykkt með atkvæðum Önnu Kristrúnar, Olgu, Huldar og Stefáns. Soffía sat hjá.
Bæjarstjórn Norðurþings - 33. fundur - 18.02.2014
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 34. fundi fræðslu- og menningarnefndar: Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Frida Elisabeth Jörgensen, skólastóri Grunnskólans á Raufarhöfn tengdist fundinum með síma undir þessum lið. Fyrir nefndinni liggur erindi frá Fridu Elisabeth þar sem hún óskar þess að sveitarfélagið fari í formlegar viðræður við framhaldsskóla á svæðinu um stofnun námsvers á Raufarhöfn. Frida Elisabeth telur mikilvægt að fleiri kostir standi nemendum til boða til að auka líkur á að þeir geti stundað það nám sem hugur þeirra stendur til og jafnframt stundað nám sitt að mestum hluta á Raufarhöfn. Meirihluti fræðslu- og menningarnefndar leggur til við bæjarstjórn að heimilað verði að starfsmaður í námsveri í Grunnskólanum á Raufarhöfn hafi umsjón með nemendum í dreifnámi frá fleiri en einum framhaldsskóla samþykki framhaldsskólarnir það. Samþykkt með atkvæðum Önnu Kristrúnar, Olgu, Huldar og Stefáns. Soffía sat hjá." Til máls tók: Soffía Soffia og Olga leggja til að þar sem kostnaður og fyrirkomulag liggur ekki fyrir vísar bæjarstjórn erindinu til bæjarráðs. Tillagan samþykkt með atkvæðum Gunnlaugs, Olgu, Jóns Helga, Jóns Grímssonar, Þráins, Hjálmars Boga og Soffíu. Friðrik og Trausti sátu hjá við afgreiðslu tillögunnar.
Bæjarráð Norðurþings - 96. fundur - 27.02.2014
Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu erindi frá FSH um samstarf um rekstur námsvers á framhaldsskólastigi á Raufarhöfn. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að samningi í samstarfi við FSH um verkefnið og leggja fyrir bæjarráð.