Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings

34. fundur 11. febrúar 2014 kl. 15:00 - 15:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Helgadóttir formaður
  • Anna Kristrún Sigmarsdóttir varaformaður
  • Huld Hafliðadóttir aðalmaður
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
  • Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Ytra mat á skólastarfi í Norðurþingi

Málsnúmer 201310030Vakta málsnúmer

Tillögur unnar af fræðslu- og menningarfulltrúa í samstarfi við grunnskólafulltrúa og kennsluráðgjafa ásamt athugasemdum skólastjórnenda kynntar fyrir nefndinni. Fræðslu- og menningarnefnd felur fræðslu- og menningarfulltrúa að fullvinna fyrirliggjand tillögur í samræmi við þær athugasemdir sem fram hafa komið og ábendingar sem fram komu á fundinum og leggja fyrir nefndina fyrir lok apríl.

2.Málþing Kennarasambands Íslands um hvernig list- og verkgreinar efla menntun á Íslandi

Málsnúmer 201402039Vakta málsnúmer



Dagskrá málþingsins lögð fram til kynningar, málþingið verður haldið í Reykjavík mánudaginn 17. febrúar, upptökur frá málþinginu verða gerðar aðgengilegar á vef Kennarasambands Íslands.

3.Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda, ósk um hvatningu og styrk

Málsnúmer 201401114Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur beiðni NKG-verkefnalausna vegna framkvæmdar Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda, jafnframt eru skólanefndir hvattar til að fylgjast með því hvernig nýsköpunarkennslu er háttað innan grunnskóla sveitarfélagsins. Fræðslu- og menningarnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu.

4.Mennta- og menningarmálaráðuneyti, ýmis mál til kynningar 2014

Málsnúmer 201402027Vakta málsnúmer

Dagur íslenska táknmálsins er 11. febrúar, erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna hans lagt fram til kynningar. Nefndin kynnti sér þekkingarbrunninn Signwiki (<A href="http://signwiki.is">http://signwiki.is</A>) um íslenskt táknmál sem starfræktur er af Samskiptastöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Tilkynning frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um frestun nýs námsmats í grunnskólum til vorsins 2016 lögð fram til kynningar. Ráðuneytið áréttar að þar til ákvörðun um nýtt námsmat liggur fyrir er mikilvægt að allir skólar skili einkunnum við lok 10. bekkjar í tölustöfum.

5.Námsver á framhaldsskólastigi á Raufarhöfn

Málsnúmer 201401157Vakta málsnúmer

Frida Elisabeth Jörgensen, skólastóri Grunnskólans á Raufarhöfn tengdist fundinum með síma undir þessum lið. Fyrir nefndinni liggur erindi frá Fridu Elisabeth þar sem hún óskar þess að sveitarfélagið fari í formlegar viðræður við framhaldsskóla á svæðinu um stofun námsvers á Raufarhöfn. Frida Elisabeth telur mikilvægt að fleiri kostir standi nemendum til boða til að auka líkur á að þeir geti stundað það nám sem hugur þeirra stendur til og jafnframt stundað nám sitt að mestum hluta á Raufarhöfn. Meirihluti fræðslu- og menningarnefndar leggur til við bæjarstjórn að heimilað verði að starfsmaður í námsveri í Grunnskólanum á Raufarhöfn hafi umsjón með nemendum í dreifnámi frá fleiri en einum framhaldsskóla samþykki framhaldsskólarnir það. Samþykkt með atkvæðum Önnu Kristrúnar, Olgu, Huldar og Stefáns. Soffía sat hjá.

6.Erindi frá Menningarfélaginu Úti á Túni

Málsnúmer 201306034Vakta málsnúmer





Á 37. fundi sínum samþykkti framkvæmda- og hafnarnefnd að fræðslu og menningarnefnd verði falin umsjón með efri hæð verbúðanna að undanskilinni nyrstu verbúðinni sem er í útleigu. Samþykkt framkvæmda- og hafnarnefndar er gerð í framhaldi af erindi frá menningarfélaginu Úti á túni um aðstöðu fyrir menningarstarf og skapandi greinar.
Fræðslu- og menningarfulltrúi hefur átt fund með fulltrúum menningarfélagsins Úti á túni um starfsemina og jafnframt skoðað starfsemi Grasrótar á Akureyri. Fyrir nefndinni liggur samantekt fræðslu- og menningarfulltrúa ásamt tillögum menningarfélagsins Úti á túni um starfsemi í húsinu.


Fræðslu- og menningarnefnd frestar afgreiðslu málsins og stefnir á heimsókn í Verbúðirnar á næsta fundi nefndarinnar.

7.Lista- og menningarsjóður ráðstöfun 2014

Málsnúmer 201402026Vakta málsnúmer

Samkvæmt fjárhagsáæltun yfirstandandi árs er framlag í lista- og menningarsjóð kr. 1.100.000.-. Fræðslu- og menningarnefnd felur fræðslu- og menningarfulltrúa að auglýsa eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum vegna fyrri úthlutunar ársins. Áætlað er að úthluta 550.000 í mars. Umsóknarfrestur verði til 6. mars.

8.Boð um að senda efni á sýningu á norrænum degi í Álaborg

Málsnúmer 201401108Vakta málsnúmer





Vinabær Norðurþings, Álaborg, undirbýr nú í samvinnu við Foreningen Norden, "Nordens dag" þann 26. apríl 2014 og býður vinabæjum sínum að senda efni til kynningar á sýningu sem haldin verður í tilefni dagsins. Fræðslu- og menningarfulltrúi leitaði til ungmennahússins Túns vegna mögulegs efnis á sýninguna og fagnaði ungmennahúsið verkefninu. Fyrir fræðslu- og menningarnefnd liggur tillaga frá ungmennahúsinu Túni um kynningarmyndband í formi "endurminninga" þ.e. leitast verður við að gefa áhorfandanum þá tilfinningu að hann sjái umhverfið með augum manneskju sem ferðast um sveitarfélagið.

Fræðslu- og menningarnefnd þakkar góða hugmynd og hlakkar til að sjá útkomuna.

9.Nemendafélag Framhaldsskólans á Húsavík sækir um styrk vegna Dillidaga

Málsnúmer 201401094Vakta málsnúmer

Fyrir fræðslu- og menningarnefnd liggur umsókn frá Nemendafélagi FSH um fjárstyrk að upphæð kr. 50.000.- vegna Dillidaga. Fræðslu- og menningarnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu en samhljóða umsókn liggur fyrir tómstunda- og æskulýðsnefnd.

10.Ungmennaráð Norðurþings

Málsnúmer 201201039Vakta málsnúmer




Erindisbréf ungmennaráðs Norðurþings lagt fram til kynningar. Tómstunda- og æskulýðsnefnd og tómstunda- og æskulýðsfulltrúi beina þeim tilmælum til nefnda og ráða á vegum sveitarfélagsins að þeim erindum sem snerta hag ungmenna verði beint til umsagnar hjá ungmennaráði.
Fræðslu- og menningarnefnd mun leitast við að verða við þeim tilmælum.

Fundi slitið - kl. 15:00.