Fara í efni

Lista- og menningarsjóður ráðstöfun 2014

Málsnúmer 201402026

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 34. fundur - 11.02.2014

Samkvæmt fjárhagsáæltun yfirstandandi árs er framlag í lista- og menningarsjóð kr. 1.100.000.-. Fræðslu- og menningarnefnd felur fræðslu- og menningarfulltrúa að auglýsa eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum vegna fyrri úthlutunar ársins. Áætlað er að úthluta 550.000 í mars. Umsóknarfrestur verði til 6. mars.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 35. fundur - 18.03.2014

Samkvæmt ákvörðun fræðslu- og menningarnefndar 11. febrúar verður úthlutað kr. 550.000 úr lista- og menningarsjóði. Fyrir nefndinni liggja umsóknir frá 12 aðilum, samanlagðar styrkbeiðnir þeirra sem tilgreina ákveðna upphæð sem sótt er um eru kr. 2.475.000.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 41. fundur - 15.10.2014

Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir að úthluta allt að kr. 550.000 úr sjóðnum í októberúthlutun 2014.