Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings

41. fundur 15. október 2014 kl. 12:00 - 12:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir formaður
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigríður Hauksdóttir aðalmaður
  • Anný Peta Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Erla Dögg Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Mærudagar 2014

Málsnúmer 201404042Vakta málsnúmer

Einar Gíslason forstöðumaður Húsavíkurstofu og verkefnisstjóri Mærudaga 2014 mætti á fundinn. Einar kynnti skýrslu verkefnisstjóra og uppgjör vegna Mærudaga 2014. Fræðslu- og menningarnefnd þakkar Einari vel unnin störf í þágu Mærudaga. Einar Gíslason vék af fundi kl. 12:20.

2.03 Hreyfing aldraðra

Málsnúmer 201410012Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur áætlun sjúkraþjálfara um hreyfistundir fyrir aldraða í íþróttahúsinu á Húsavík. Kostnaður vegna þessara hreyfistunda er greiddur af málaflokki 03 heilbrigðismál. Fræðslu- og menningarnefnd fagnar framtakinu.

3.Umsókn um styrk vegna umferðarfræðslu til ungra barna

Málsnúmer 201410014Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur erindi frá Íþróttasambandi lögreglumanna þar sem óskað er eftir auglýsingu eða styrk vegna útgáfu á bæklingnum "Í umferðinni." Í bæklingnum er farið yfir helstu atriði sem ung börn þurfa að varast í umferðinni og er hann sendur öllum sex ára börnum á landinu í tengslum við umferðarfræðslu. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir að styrkja útgáfuna um kr. 20.000.

4.Málaflokkar 03,04, 05 - rekstrarstaða

Málsnúmer 201404015Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarfulltrúi kynnti útgönguspá ársins 2014 vegna málaflokka 03, 04 og 05. Málaflokkarnir í heild koma vel út þrátt fyrir nokkur frávik á einstökum stofunum sem skýrast flest af kjarasamningsbundnum launahækkunum. Fræðslu- og menningarfulltrúi gerði grein fyrir stöðu vinnu við fjárhagsáætlun vegna ársins 2015.

5.Þörf á endurnýjun búnaðar í skólum

Málsnúmer 201406090Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarfulltrúi lagði fram samantekt vegna búnaðarþarfar í skólum sveitarfélagsins. Samantektin hefur verið send framkvæmda- og hafnanefnd.

6.Húsnæði og lóðir grunnskóla, viðhaldsþörf

Málsnúmer 201410055Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarfulltrúi lagði fram samantekt um þörf á viðhaldi og endurbótum á húsnæði skóla sveitarfélagsins. Fræðslu- og menningarnefnd vísar samantektinni til framkvæmda- og hafnanefndar.

7.Bakvaktir skólabílstjóra við Öxarfjarðarskóla

Málsnúmer 201410048Vakta málsnúmer

Erindi frá Kristni Rúnari Tryggvasyni fyrir hönd skólabílstjóra við Öxarfjarðarskóla. Í erindinu er farið fram á bakvaktargreiðslur til handa skólabílstjórum vegna rýmingaráætlunar sem er í gildi vegna flóðahættu. Erindið er stílað á sveitarstjóra og lagt fyrir nefndina til kynningar.

8.Lista- og menningarsjóður ráðstöfun 2014

Málsnúmer 201402026Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir að úthluta allt að kr. 550.000 úr sjóðnum í októberúthlutun 2014.

9.Georg Erlingsson sækir um styrk vegna gerðar stuttmyndar

Málsnúmer 201410013Vakta málsnúmer

Georg Erlingsson sækir um styrk að upphæð kr. 75.000 vegna gerðar stuttmyndarinnar "Förin." Myndin verður kvikmynduð í Garðskirkju í Kelduhverfi. Bæði börn og fullorðnir úr sveitinni leika í myndinni og kirkjukór Garðskirkju syngur. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 30.000 sem greiðist í samræmi við framgang verkefnisins.

10.Guðni Bragason sækir um styrk vegna útgáfu hljómdisks

Málsnúmer 201409114Vakta málsnúmer

Guðni Bragason sækir um styrk að upphæð kr. 150.000 vegna útgáfu á hljómdiski með eigin efni. Fræðslu- og menningarnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu.

11.Íþróttafélagið Völsungur sækir um styrk vegna ritunar sögu félagsins

Málsnúmer 201409118Vakta málsnúmer

Íþróttafélagið Völsungur sækir um styrk að upphæð kr. 200.000 vegna ritunar sögu félagsins. Félagið verður 90 ára árið 2017 en stefnt er að útgáfu sögu þess árið 2027 er félagið verður 100 ára. Þegar er hafin vinna við efnisöflun og söguritun. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 sem greiðist í samræmi við framgang verkefnisins.

12.Kammerkór Norðurlands, umsókn um styrk vegna tónleikahalds

Málsnúmer 201409113Vakta málsnúmer

Sótt er um styrk að upphæð kr. 200.000 vegna starfsemi Kammerkórs Norðurlands og tónleikahalds vetrarins. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000.

13.Rafnar Orri og Harry Bjarki Gunnarssynir, umsókn um styrk í Lista og menningarsjóð

Málsnúmer 201409085Vakta málsnúmer

Rafnar Orri og Harry Bjarki Gunnarssynir sækja um styrk vegna gerðar myndar um sögu Húsavíkur. Áætlað er að myndin verði frumsýnd í tengslum við Mærudaga árið 2016. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 sem greiðist í samræmi við framgang verkefnisins.

14.Róbert Hlynur Baldursson sækir um styrk vegna bókaútgáfu

Málsnúmer 201409112Vakta málsnúmer

Róbert Hlynur Baldursson sækir um styrk vegna fyrirhugaðrar útgáfu bókar með myndum Baldurs Einarssonar af Þingeyingum. Áætlað er að bókin komi út sumarið 2015. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 20.000 sem greiðist í samræmi við framgang verkefnisins.

15.Róbert Hlynur Baldursson sækir um styrk vegna sýningarinnar Spéspegillinn

Málsnúmer 201409111Vakta málsnúmer

Róbert Hlynur Baldursson sækir um styrk vegna sýningar á myndum Baldurs Einarssonar af Þingeyingum. Sýningin er unnin í samstarfi við Menningarmiðstöð Þingeyinga og er fyrirhuguð sumarið 2015. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 sem greiðist í samræmi við framgang verkefnisins.

16.Sólseturskórinn, umsókn um styrk

Málsnúmer 201409071Vakta málsnúmer

Sólseturskórinn sækir um styrk vegna starfemi kórsins. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 70.000.

17.Lista- og menningarsjóður Norðurþings, skipulagsskrá og úthlutunarreglur endurskoðun

Málsnúmer 201410008Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögur að breytingum og leggur til við bæjarstjórn að þær verði staðfestar. Nefndin felur fræðslu- og menningarfulltrúa að leita eftir samningum við Orkuveitu Húsavíkur um framlag til Lista- og menningarsjóðs.

18.Yfirlýsing um faglegt samstarf Menntavísindasviðs HÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201402039Vakta málsnúmer

Yfirlýsingin lögð fram til kynningar.

19.Fundargerðir Þekkingarnets Þingeyinga 2014

Málsnúmer 201403011Vakta málsnúmer

Fundargerð 84. fundar stjórnar Þekkingarnets Þingeyinga lögð fram til kynningar.

20.Bókasafnið á Húsavík, ársskýrsla 2014

Málsnúmer 201409017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.