Fara í efni

Erindi frá Menningarfélaginu Úti á Túni

Málsnúmer 201306034

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 33. fundur - 03.09.2013

Menningarfélagið Úti á Túni óskar eftir viðræðum við framkvæmda- og hafnanefnd um framtíð efri hæðar verbúðanna. Félagið hefur ákveðnar hugmyndir um framtíðarnotkun húsnæðisins og gerir grein fyrir þeim í fylgiskjali með erindinu. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir ganga til viðræðna við Menningarfélagið Úti á Túni. Áki Hauksson óskar bókað:Fulltrúi Þinglistans leggur til að Verbúðarhúsið, báðar hæðir verði auglýstar til sölu og hæsta boði tekið og nýir eigendur ráðstafi því hvaða starfsemi verði í húsinu.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 34. fundur - 09.10.2013

Framkvæmda- og hafnanefnd kynnti sér starfsemina í Verbúðunum. Arnhildur Pálmadóttir, arkitek, leiðsagði nefndarmönnum um Verbúðirnar. Framkvæmda-og hafnanefnd frestar afgreiðslu í málinu á meðan unnið er að stefnumótun varðandi Verbúðirnar að hálfu sveitarfélagsins.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 37. fundur - 15.01.2014

Menningarfélagið óskaði eftir viðræðum við framkvæmda- og hafnanefnd um framtíð efri hæðar verbúðanna og var erindið tekið fyrir á 33. fundi nefnarinnar þann 3. sept. sl. og samþykkt. Nefndin kynnti sér starfsemina á 34. fundi þann 9. okt. sl. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að fræðslu- og menningarnefnd verði falin umsjón með efri hæð verbúðanna að undanskilinni nyrstu verbúðinni sem er í útleigu.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 34. fundur - 11.02.2014





Á 37. fundi sínum samþykkti framkvæmda- og hafnarnefnd að fræðslu og menningarnefnd verði falin umsjón með efri hæð verbúðanna að undanskilinni nyrstu verbúðinni sem er í útleigu. Samþykkt framkvæmda- og hafnarnefndar er gerð í framhaldi af erindi frá menningarfélaginu Úti á túni um aðstöðu fyrir menningarstarf og skapandi greinar.
Fræðslu- og menningarfulltrúi hefur átt fund með fulltrúum menningarfélagsins Úti á túni um starfsemina og jafnframt skoðað starfsemi Grasrótar á Akureyri. Fyrir nefndinni liggur samantekt fræðslu- og menningarfulltrúa ásamt tillögum menningarfélagsins Úti á túni um starfsemi í húsinu.


Fræðslu- og menningarnefnd frestar afgreiðslu málsins og stefnir á heimsókn í Verbúðirnar á næsta fundi nefndarinnar.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 38. fundur - 12.02.2014

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi frá Menningarfélaginu úti á túni um afnot hluta efri hæðar Verbúðarinnar við Hafnastétt. Lagt fram til kynningar.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 39. fundur - 19.03.2014

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi frá Menningarfélaginu Úti á Túni. Lagt fram til kynningar.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 36. fundur - 14.04.2014

Arnhildur Pálmadóttir fulltrúi Menningarfélagsins Úti á Túni mætti á fundinn og kynnti starfsemi og markmið félagsins. Fyrir fundinum liggur tillaga að samstarfssamningi Norðurþings og Menningarfélagsins Úti á Túni. Markmið samningsins er að efla menningu og skapandi greinar á svæðinu á þann hátt að í verbúðunum verði starfsemi og viðburðir sem stuðli að menningarlegum fjölbreytileika sem ýtir undir nýsköpun og skapandi hugsun. Tilgangurinn er í samræmi við markmið Menningarfélagsins Úti á Túni og áherslur Norðurþings í menningarmálum. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi samning. Arnhildur Pálmadóttir vék af fundi kl. 15:50.