Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings

36. fundur 14. apríl 2014 kl. 15:00 - 15:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Helgadóttir formaður
  • Anna Kristrún Sigmarsdóttir varaformaður
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Huld Hafliðadóttir aðalmaður
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður Aðalgeirsson starfsmaður í stjórnsýslu
  • Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Grænuvellir; tillaga að deildarskipulagi 2014-2015 og breytingu á aldri barna við inntöku á leikskóla

Málsnúmer 201402109Vakta málsnúmer

Fulltrúar leikskólans Grænuvalla Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri, Aðalbjörg Friðbjarnardóttir aðstoðarleikskólastjóri, Sólveig Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna og Edda Björg Sverrisdóttir fulltrúi foreldra mættu á fundinn. Fyrir fundinum liggur tillaga leikskólastjóra að skipulagi í leikskólanum Grænuvöllum skólaárið 2014 - 2015. Lagt er til að inntökualdur verði lækkaður í eins ár aldur tímabundið vegna skólaársins 2014 -2015, deildaskipting á leikskólanum verið eins og fram kemur í greinargerð sem fylgir tillögunni. Miðað við fyrirliggjandi tillögu að skipulagi verða 120 börn á leikskólanum næstkomandi haust en eru 136 nú og því er svigrúm til að taka inn börn eldri en eins árs. Aðlögun eins árs barna fer fram í ágúst og janúar. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu. Fulltrúar leikskólans Grænuvalla viku af fundi kl. 15:25.

2.Erindi frá Menningarfélaginu Úti á Túni

Málsnúmer 201306034Vakta málsnúmer

Arnhildur Pálmadóttir fulltrúi Menningarfélagsins Úti á Túni mætti á fundinn og kynnti starfsemi og markmið félagsins. Fyrir fundinum liggur tillaga að samstarfssamningi Norðurþings og Menningarfélagsins Úti á Túni. Markmið samningsins er að efla menningu og skapandi greinar á svæðinu á þann hátt að í verbúðunum verði starfsemi og viðburðir sem stuðli að menningarlegum fjölbreytileika sem ýtir undir nýsköpun og skapandi hugsun. Tilgangurinn er í samræmi við markmið Menningarfélagsins Úti á Túni og áherslur Norðurþings í menningarmálum. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi samning. Arnhildur Pálmadóttir vék af fundi kl. 15:50.

3.Ábending frá kvenfélaginu Stjörnunni og framfarafélagi Öxarfjarðar vegna Sólstöðuhátíðar á Kópaskeri

Málsnúmer 201404037Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur bréf frá Kvenfélaginu Stjörnunni á Kópaskeri og Framfarafélagi Öxarfjarðar þar sem mælst er til þess að fræðslu- og menningarnefnd skipi í sólstöðunefnd vegna Sólstöðuhátíðar á Kópaskeri. Fræðslu- og menningarnefnd hefur áætlað fjárframlag til Sólstöðuhátíðar en hlutast ekki til um skipan nefnda vegna einstakra hátíða innan sveitarfélagsins. Framkvæmdaaðilar hátíða geta leitað ráðgjafar hjá fræðslu- og menningarfulltrúa sé þess þörf.

4.Mærudagar 2014

Málsnúmer 201404042Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd felur fræðslu- og menningarfulltrúa að ganga frá samningi við Húsavíkurstofu vegna framkvæmdar Mærudaga sumarið 2014, fjárframlag Norðurþings verði í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun.

5.Málaflokkar 03,04, 05 - rekstrarstaða

Málsnúmer 201404015Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarfulltrúi kynnti samantekt á rauntölum rekstrar vegna fyrstu tveggja mánaða ársins ásamt áætlun fyrir árið 2014. Fræðslu- og menningarfulltrúi fór yfir frávik fyrir málaflokk og deildir á sama tímabili. Rekstur er í jafnvægi miðað við áætlun ársins.

6.Framlög úr Jöfnunarsjóði 2014

Málsnúmer 201309026Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Mennta- og menningarmálaráðuneyti, ýmis mál til kynningar 2014

Málsnúmer 201402027Vakta málsnúmer

Niðurstöður könnunar á framkvæmd reglugerðar nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum sem unnin var af Capacent Gallup fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneyti lagðar fram til kynningar.

8.Menningarstefna Norðurþings

Málsnúmer 201311069Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd fór yfir tillögur að leiðarljósum, inngangi og lýsingu á vinnulagi sem unnið var af fræðslu- og menningarfulltrúa í framhaldi af síðasta fundi. Fræðslu- og menningarnefnd ræddi markmið og leiðir, fræðslu- og menningarfulltrúa falið að halda áfram vinnu á grundvelli þeirrar umræðu sem fram fór á fundinum.

Fundi slitið - kl. 15:00.