Fara í efni

Grænuvellir; tillaga að deildarskipulagi 2014-2015 og breytingu á aldri barna við inntöku á leikskóla

Málsnúmer 201402109

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 36. fundur - 14.04.2014

Fulltrúar leikskólans Grænuvalla Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri, Aðalbjörg Friðbjarnardóttir aðstoðarleikskólastjóri, Sólveig Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna og Edda Björg Sverrisdóttir fulltrúi foreldra mættu á fundinn. Fyrir fundinum liggur tillaga leikskólastjóra að skipulagi í leikskólanum Grænuvöllum skólaárið 2014 - 2015. Lagt er til að inntökualdur verði lækkaður í eins ár aldur tímabundið vegna skólaársins 2014 -2015, deildaskipting á leikskólanum verið eins og fram kemur í greinargerð sem fylgir tillögunni. Miðað við fyrirliggjandi tillögu að skipulagi verða 120 börn á leikskólanum næstkomandi haust en eru 136 nú og því er svigrúm til að taka inn börn eldri en eins árs. Aðlögun eins árs barna fer fram í ágúst og janúar. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu. Fulltrúar leikskólans Grænuvalla viku af fundi kl. 15:25.