Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Atli Vigfússon f.h. landeigenda á Laxamýri óskar eftir viðgerðum á girðingu milli Saltvíkur og Laxamýrar
201402097
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi frá Atla Vigfússyni f.h. landeigenda á Laxamýri. Fram kemur í erindi að óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið um viðgerðir á girðingu milli Saltvíkur og Laxamýrar. Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar bréfritara fyrir erindið og lýsir sig reiðubúið til viðræðna um málefnið.
2.Eldvarnir í Norðurþingi, samningur um eftirlit
201401131
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi frá Grími Kárasyni slökkviliðsstjóra Norðurþings vegna samnings um eldvarnareftirlit í sveitarfélaginu. Fyrir fundinn liggja drög að samningi frá einkaaðila um almennt eldvarnareftirlit í sveitarfélaginu. Grímur kom á fund nefndarinnar og fór yfir málið. Framkvæmda- og hafnanefnd felur slökkviliðsstjóra og aðstoðar slökkviliðsstjóra að sinna lögbundnu eldvarnareftirliti fyrir sveitarfélagið.
3.Gjaldskrá Slökkviliðs Húsavíkur 2014
201401083
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi frá Grími Kárasyni slökkviliðsstjóra Norðurþings um gjaldskrá Slökkviliðs Norðurþings. Grímur kom á fund nefndarinnar og fór yfir gjaldskránna. Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi gjaldskrá verði samþykkt.
4.Hafnasamband Íslands, fundagerðir 2014
201401137
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur fundargerð 362. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands. Lagt fram til kynningar.
5.Skemmdir á bryggjukantinum Kirkjubakka, Raufarhöfn
201401147
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur til umfjöllunar viðhaldsaðgerðir við hafnarmannvirki á Raufarhöfn. Framkvæmda- og hafnanefnd frestar erindinu þar til frekari gögn berast frá Siglingastofnun.
6.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir samþykki Norðurþings fyrir að Meiðavallaskógur verði innan marka Vatnajökulsþjóðgarðs
201402031
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur beiðni frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti um samþykki sveitarfélagsins fyrir því að Meiðavallaskógur verði innan marka Vatnajökulsþjóðgarðs. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi beiðni ráðuneytisins að því tilskyldu að það hafi ekki kostnaðarauka fyrir sveitarfélagið um ókomna tíð.
7.Erindi frá Menningarfélaginu Úti á Túni
201306034
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi frá Menningarfélaginu Úti á Túni. Lagt fram til kynningar.
8.Eignasjóður, viðhaldsmál fjölbýlishúsa
201305009
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur fyrir að samþykkja viðhald, sem eigandi að íbúðum í Grundargarði 5 - 7 og 9 - 11 vegna viðgerða utanhúss. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir og veitir heimild hússjóða íbúðanna að Grundargarði 5 - 7 og 9 - 11 til að ráðast í fyrirliggjandi framkvæmdir samkvæmt verklýsingu.
9.Drög að samningi um ræktun Landgræðsluskóga
201403050
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur fyrir samningur um ræktun Landgræðsluskóga innan bæjargirðingar. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi samning um ræktun Landgræðsluskóga.
10.Kvíabekkur endurbygging
201403053
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur til kynningar framkvæmdir við Kvíabekk vegna ársins 2014.
11.Brunavarnaráætlun fyrir Norðurþing
201403054
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur brunavarnaráætlun fyrir Norðurþing til kynningar. Slökkviliðsstjóri, Grímur Kárason, kom á fund nefndarinnar og fór yfir áætlunina. Framkvæmda- og hafnanefnd felur slökkviliðsstjóra að vinna áfram að áætluninni og leggja hana fyrir nefndina þegar hún er fullbúin.
Fundi slitið - kl. 19:00.