Fara í efni

Eldvarnir í Norðurþingi, samningur um eftirlit

Málsnúmer 201401131

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 38. fundur - 12.02.2014


Fyrir fund framkvæmda- og hafnanefnd liggur samningur við Eldstoðir ehf. um eldvarnareftirlit á starfssvæði Slökkviliðs Norðurþings. Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri kom á fundinn, fór yfir og gerði grein fyrir fyrirliggjandi samningi og þeim lausnum sem samningurinn felur í sér.

Framkvæmda -og hafnanefnd þakkar Grími fyrir kynninguna og felur honum að vinna að samningnum frekar og leggja fyrir nefndina að nýju.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 39. fundur - 19.03.2014

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi frá Grími Kárasyni slökkviliðsstjóra Norðurþings vegna samnings um eldvarnareftirlit í sveitarfélaginu. Fyrir fundinn liggja drög að samningi frá einkaaðila um almennt eldvarnareftirlit í sveitarfélaginu. Grímur kom á fund nefndarinnar og fór yfir málið. Framkvæmda- og hafnanefnd felur slökkviliðsstjóra og aðstoðar slökkviliðsstjóra að sinna lögbundnu eldvarnareftirliti fyrir sveitarfélagið.