Fara í efni

Skemmdir á bryggjukantinum Kirkjubakka, Raufarhöfn

Málsnúmer 201401147

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 38. fundur - 12.02.2014

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur bréf frá Erlendi Bogasyni sem hefur forskoðað skemmdir á bryggjukanti (stálþil) og svo virðist sem um 20 metrar þilsins sé götótt. Skoða þarf aðstæður betur t.a.m. þykktarmæla ofl. Við þessa frumskoðun á bryggjukanti er ljóst að einhverjar skemmdir eru á honum. Framkvæmda- og hafnanefnd felur hafnastjóra að gera frekari úttekt og gera kostnaðaráætlun um viðgerðina og leggja fyrir næsta fund.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 39. fundur - 19.03.2014

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur til umfjöllunar viðhaldsaðgerðir við hafnarmannvirki á Raufarhöfn. Framkvæmda- og hafnanefnd frestar erindinu þar til frekari gögn berast frá Siglingastofnun.