Fara í efni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir samþykki Norðurþings fyrir að Meiðavallaskógur verði innan marka Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201402031

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 38. fundur - 12.02.2014

Umhverfis- auðlindaráðuneytið óskar eftir samþykki Norðurþings á breytingum á mörkum Vatnajökulsþjóðgarðs þannig að Meiðavallaskógur verði innan marka þjóðgarðsins. Framkvæmda- og hafnanefnd frestar erindinu þar sem meðfylgjandi gögn fylgdu ekki erindinu.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 39. fundur - 19.03.2014

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur beiðni frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti um samþykki sveitarfélagsins fyrir því að Meiðavallaskógur verði innan marka Vatnajökulsþjóðgarðs. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi beiðni ráðuneytisins að því tilskyldu að það hafi ekki kostnaðarauka fyrir sveitarfélagið um ókomna tíð.