Fara í efni

Brunavarnaráætlun fyrir Norðurþing

Málsnúmer 201403054

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 39. fundur - 19.03.2014

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur brunavarnaráætlun fyrir Norðurþing til kynningar. Slökkviliðsstjóri, Grímur Kárason, kom á fund nefndarinnar og fór yfir áætlunina. Framkvæmda- og hafnanefnd felur slökkviliðsstjóra að vinna áfram að áætluninni og leggja hana fyrir nefndina þegar hún er fullbúin.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 42. fundur - 02.07.2014

Fyrir fundinum lá tillaga að brunavarnaáætlun fyrir starfssvæði Slökkviliðs Norðurþings 2015-2019 unnin af Slökkviliðsstjóra. Áætlunin er gerð í samræmi við ákvæði í lögum um brunavarnir nr. 75/2000 en þar segir m.a. í 13. gr. "Á hverju starfssvæði slökkviliðs skal liggja fyrir brunavarnaáætlun sem fengið hefur samþykki Mannvirkjastofnunar og viðkomandi sveitarstjórnar."Grímur Kárason mætti á fundinn undir þessum lið.Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi brunavarnaáætlun fyrir sveitarfélagið verði samþykkt.

Bæjarráð Norðurþings - 110. fundur - 17.07.2014

Fyrir bæjarráði liggur, í umboði bæjarstjórnar, tillaga sem afgreidd var á 42. fundi framkvæmda- og hafnanefndar um Brunavaranaáætlun Norðurþings. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Fyrir fund framkvæmda- og hafnanefndar liggur tillaga að brunavarnaáætlun fyrir starfssvæði Slökkviliðs Norðurþings 2015-2019 unnin af Slökkviliðsstjóra. Áætlunin er gerð í samræmi við ákvæði í lögum um brunavarnir nr. 75/2000 en þar segir m.a. í 13. gr. "Á hverju starfssvæði slökkviliðs skal liggja fyrir brunavarnaáætlun sem fengið hefur samþykki Mannvirkjastofnunar og viðkomandi sveitarstjórnar." Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi brunavarnaáætlun fyrir sveitarfélagið verði samþykkt. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu nefndarinnar.