Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

110. fundur 17. júlí 2014 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 40

Málsnúmer 1407002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til staðfestingar, í umboði bæjarstjórnar, fundargerð 40. fundar félags- og barnavendarnefndar. Afgreiðsluliðir í fundargerðinni eru afgreiddir sérstaklega af bæjarráði og má þá finna hér að neðan í fundargerðinni. Fundargerðin að öðru leyti staðfest.

2.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 31

Málsnúmer 1406010Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til staðfestingar, í umboði bæjarstjórnar, fundargerð 31. fundar tómstunda- og æskulýðsnefndar. Fundargerðin staðfest.

3.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 42

Málsnúmer 1406008Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til staðfestingar, í umboði bæjarstjórnar, fundargerð 42. fundar framkvæmda- og hafnanefndar. Afgreiðsluliðir í fundargerðinni eru afgreiddir sérstaklega í bæjarráði og má þá finna hér að neðan í fundargerðinni. Fundargerðin að öðru leyti staðfest.

4.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 38

Málsnúmer 1406007Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til staðfestingar, í umboði bæjarstjórnar, fundargerð 38. fundar fræðslu- og menningarnefndar.
Varðandi 1. lið fundargerðar menningar- og fræðslunefndar 3. júlí 2014:
”Bæjarráð lýsir mikilli ánægju með þá jákvæðu þróun sem dregur fram þörf fyrir leikskóladeild á Kópaskeri. Bæjarráð ákveður að í ljósi þessa skuli stefnt að því að reka leikskóladeild á Kópaskeri skólaárið 2014-2015. Viðmið um fjölda barna í leikskóladeildum innan Norðurþings verði tekin til frekari skoðunar. Bæjarráð tekur að öllu öðru leyti undir bókun menningar- og fræðslunefndar og felur fræðslu- og menningarfulltrúa að hefja undirbúning. Stefnt verði að því að starfsemin rúmist innan fjárhagsáætlunar Öxarfjarðarskóla. Áhersla verði lögð á metnaðarfulla starfsemi og nána samvinnu við leikskóladeildir Norðurþings og þ.m.t. kannaðir möguleikar á samnýtingu starfskrafta.“ Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

5.Norðurþing, skipan fulltrúa í nefndir og ráð 2010-2014

Málsnúmer 201006035Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur tillaga að breytingu á skipan fulltrúa í félags- og barnaverndarnefnd. Tillagan felur í sér að í stað Rannveigar Þórðardóttir sem er varamaður í nefndinni komi Berglind Pétursdóttir. Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

6.Sameining Heilbrigðisstofnanna á Norðurlandi

Málsnúmer 201407055Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umfjöllunar erindi frá Gunnlaugi Stefánssyni vegna ákvörðunar heilbrigðisráðherra um sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi.
Bæjarráð Norðurþings ítrekar andstöðu sína og harmar setningu reglugerðar heilbrigðisráðherra um sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi. Fyrirhuguð sameining er í mikilli andstöðu við vilja íbúa á svæðinu.
Ráðherra ætlar að keyra málið í gegn án samráðs við heimamenn og án allra tilrauna til að gera íbúum grein fyrir ávinningi sameiningarinnar. Bæjarráð brýnir fyrir stjórnvöldum að hlusta á og virða vilja íbúa við setningu laga- og reglugerða. Einnig leggur bæjarráð áherslu á að samráð skuli ekki eingöngu vera í orði heldur líka á borði.
Bæjarráð bendir á að Heilbrigðisstofnun Þingeyinga hefur um árabil byggt upp sérhæfða þjónustu ólíkra byggðarlaga í Þingeyjarsýslum á víðfemu og samgöngulega erfiðu svæði. Þá hefur Dvalarheimilið Hvammur verið samrekið með Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.

7.Brunavarnaáætlun fyrir Norðurþing

Málsnúmer 201403054Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur, í umboði bæjarstjórnar, tillaga sem afgreidd var á 42. fundi framkvæmda- og hafnanefndar um Brunavaranaáætlun Norðurþings. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Fyrir fund framkvæmda- og hafnanefndar liggur tillaga að brunavarnaáætlun fyrir starfssvæði Slökkviliðs Norðurþings 2015-2019 unnin af Slökkviliðsstjóra. Áætlunin er gerð í samræmi við ákvæði í lögum um brunavarnir nr. 75/2000 en þar segir m.a. í 13. gr. "Á hverju starfssvæði slökkviliðs skal liggja fyrir brunavarnaáætlun sem fengið hefur samþykki Mannvirkjastofnunar og viðkomandi sveitarstjórnar." Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi brunavarnaáætlun fyrir sveitarfélagið verði samþykkt. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu nefndarinnar.

8.Setrið, ráðning forstöðumanns

Málsnúmer 201407021Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á 40. fundi félags- og barnaverndarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
"Setrið er geðræktarmiðstöð sem rekinn er af Norðurþingi með styrk frá Rauðakrossinum. Setrið er ekki lögbundið verkefni sveitarfélagsins og því hefur niðurskurður síðustu ára bitnað harðar á því en annarri starfssemi félagsþjónustunnar sem öll er lögbundin. Í Setrinu vinnur einn ófaglærður starfsmaður í 50 % starfi. Rauðikrossinn hefur styrkt starfssemi Setursins með einnar milljón krónu framlagi árlega. Þau tilmæli fylgja með framlagi fyrir árið 2014 að styrkunum verði varið til faglegra verkefna. Nefndin er sammála mikilvægi þess að fagmenntaður forstöðumaður verði ráðinn í Setrið og leggur jafnframt áherslu á að sett verði fram skýr markmið um tilgang starfsseminnar.
Nefndin felur félagsmálastjóra að senda erindið til bæjarráð."

Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að áfram verði viðhaldið metnaðarfullri starfsemi í Setrinu. Starfsemi Setursins skipti miklu máli fyrir þá sem þangað leita og fjölskyldur þeirra.
Erindinu er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

9.Heimsending matar til íbúa sveitarfélagsins sem búa utan Húsavíkur

Málsnúmer 201407020Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á 40. fundi félags- og barnaverndarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Félagsþjónustunni barst fyrirspurn um hvort einstaklingur sem býr dreifbýli þ.e. utan Húsavíkur eigi þess kost að fá sendan heim mat í hádeginu. Nefndin er sammála því að allir íbúar sveitarfélagsins eigi að eiga þess kost að fá sendan heim mat í hádeginu óháð búsetu. Þrátt fyrir aukin kostnað telur nefndin að það sé hagkvæmari og ódýrari kostur og stuðli að því að eldra fólk geti búið sem lengst heima frekar en að fara í dýrari úrræði. Nefndin felur félagsmálastjóra að senda erindið til bæjarráðs." Bæjarráð hafnar beiðninni en vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

10.PCC BakkiSilicon hf., lóðasamningur vegna vinnubúða

Málsnúmer 201407059Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja drög að lóðasamningi milli Norðurþings og PCC BakkiSilicon hf. vegna vinnubúða sem reistar verða í landi Bakka vegna framkvæmda á uppbyggingu kísílmálmverksmiðju fyrirtækisins. Í samningnum eru eftirfarandi efnisatriði tekin fyrir: skilgreiningar, leiga lóðar, byggingarleyfisgjöld, gatnagerðagjöld, fasteignaskattur, rekstrarlok, lög sem gilda um deilumál, óviðráðanleg atvik, samningstími, gildir textar, framsal, breytingar og endurskoðun, tilkynningar, ýmis ákvæði, gildistökuskilyrði og sjálfstætt gildi ákvæða. Auk þess eru 5 viðaukar sem eru m.a. lóðakort, uppdráttur, deiliskipulag, vottorð úr fasteignaskrá og þarfagreining varðandi vegi. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög.

11.Ráðningarsamningur bæjarstjóra 2014

Málsnúmer 201407050Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur ráðningasamningur við Kristján Þór Magnússon nýráðinn bæjarstjóra Norðurþings. Friðrik og Óli samþykkja fyrirliggjandi ráðningarsamning. Gunnlaugur sitjur hjá en Jónas óskar bókað að ef bæjarstjóri sinni öðrum störfum verði það gert í hans frítíma. Að öðru leyti samþykkir Jónas samninginn.

12.Boðun á XXVIII landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201407034Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundarboðun Sambands íslenskra sveitarfélaga á XXVIII landsþing sambandsins sem fram fer dagana 24. til 26. september n.k. og verður haldið á Akureyri. Lagt fram til kynningar.

13.Björgunarsveitin Garðar, Rauði krossinn og Slysavarnardeild kvenna á Húsavík, umsókn um styrk

Málsnúmer 201407047Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Björgunarsveitinni Garðari, Rauða krossinum og Slysavarnardeild kvenna á Húsavík. Félögin óska erfir styrk á móti gjöldum sem fallið hafa vegna viðbyggingar Nausts, félagsaðstöðu félaganna. Bæjarráð samþykkir styrkbeiðni félaganna vegna framkvæmda við viðbyggingu í Naust.

14.Hótel Norðurljós ehf.

Málsnúmer 201407049Vakta málsnúmer

Friðrik Sigurðsson óskaði eftir umræðu í bæjarráði er varðar Hótel Norðurljós ehf. Bæjarráð óskar eftir að stjórn félagsins leggi fram tillögu fyrir bæjarráð um framtíð félagsins.

15.Samskipti vegna skíðamannvirkja á Reykjaheiði.

Málsnúmer 201310075Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á 108. fundi bæjarráðs og varðar lagningu um 8 km aflstrengs frá Húsavík og að fyrirhuguðu skíða- og útivistasvæði á Reykjaheiði. Bæjarráð fól bæjarstjóra að koma málinu í formlegan farveg og í samvinnu við RARIK, Orkusamskipti og Orkuveitu Húsavíkur ohf. og leggja fyrir bæjarráð að nýju. Lagt fram til kynningar.

16.Ingibjörg H. Sigurðardóttir, umsókn um styrk vegna afmælisdansleiks á Raufarhöfn

Málsnúmer 201407048Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Ingibjörgu H. Sigurðardóttir f.h. afmælisnefndar Hnitbjargar. Fyrirhugað er að halda afmælisball í félagsheimilinu Hnitbjörg þann 16. ágúst n.k. og er því óskað eftir fjárstuðningi sveitarfélagsins vegna kostnaðar sem getur numið allt að 250.000.- krónur. Bæjarráð samþykkir styrkveitingu um allt að 100.000.-

17.Ferðamálastofa, ósk um tilnefningu í samráðshóp

Málsnúmer 201407025Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Ferðamálastofu í samvinniu við Alta vegna verkefnis sem lýtur að kortlangingu auðlinda í ferðaþjónustu á Íslandi. Um er að ræða viðamikið og metnaðarfullt verkefni sem nýtast mun þeim sem að íslenskri ferðaþjónustu koma, bæði opinberum stofnunum sem og einkaðilum. Því leita forsvarsmenn verkefnisins til sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila um tilnefningu fulltrúa í svæðisbundna stýrihópa verkefnisins. Bæjarráð óskar eftir því að fulltrúi Húsavíkurstofu sitji í stýrihópnum fyrir hönd sveitarélagsins.

18.Ársreikningur og ársskýrsla Náttúrustofu Norðausturlands 2013

Málsnúmer 201407040Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar ársreikningur og ársskýrsla Náttúrustofu Norðausturlans fyrir árið 2013. Lagt fram til kynningar.

19.Fundarboð og fundagerðir Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2014

Málsnúmer 201401098Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð hluthafafundar Orkuveitu Húsavíkur ohf. sem fram fór 15. júlí s.l. Eitt mál var á dagskrá en það var kjör stjórnar. Einn tillaga lá fyrir um aðal- og varamenn og var hún samþykkt. Aðalmenn í stjórn OH ohf. eru: Gunnlaugur Stefánsson, Sigurgeir Höskuldsson og Páll Kristjánsson.Varamenn í stjórn OH ohf. eru: Óli Halldórsson, Jónas Einarsson og Friðrik Sigurðsson. Lagt fram til kynningar.

20.Fundargerðir Sorpsamlags Þingeyinga ehf 2014

Málsnúmer 201403069Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð stjórnar Sorpsamlags Þingeyinga ehf. ásamt bréfi til hluthafa félagsins þar sem óskað er eftir láni. Á stjórnarfundi félagsins sem fór fram 7. júlí var samþykkt að leggja til við eigendur að þeir láni allt að 15 milljónir króna sem síðar verði breytt í hlutafé. Af heildarhlutdeildinni ber Norðurþing um 9,9 milljónir króna. Bæjarráð samþykkir að leggja fram upphæð allt að 9,9 milljónum króna sem framlag til félagsins.

21.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra, fundargerðir 2014

Málsnúmer 201403030Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

22.Málþing sveitarfélaga um þjónustu við nýja íbúa af erlendum uppruna og ósk um tengilið

Málsnúmer 201402039Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði boð Sambands íslenskra sveitarfélaga á málþing um þjónustu við nýja íbúa af erlendum uppruna sem fer fram 14. nóvember 2014. Bæjarráð vísar erindinu til tómstunda- og æskulýðsnefndar sem fer með málefnið.

23.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Berki Emilssyni vegna Mærudaga

Málsnúmer 201407051Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá Sýslumanninum á Húsavík þar sem óskað er eftir umsögn um veitingu tækifærisleyfis til handa Berki Emilssyni f.h. Sölkuveitinga ehf. vegna veitingu veitinga og sölu áfengis á hafnarsvæðinu yfir Mærudaga - Reitur A á Hafnastétt. Er hér um að ræða dagana 24. júlí frá kl. 18:00 til 27. júlí til kl. 03:00 n.k. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að hluta til en samþykkir ekki að áfengissala, utan hefðbundinna leyfisskildra veitingastaða, selji áfengi í torgsölu lengur en til 24:00.

24.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Sunan Toplod vegna Mærudaga

Málsnúmer 201407052Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá Sýslumanninum á Húsavík þar sem óskað er eftir umsögn um veitingu tækifærisleyfi til handa Sunan Toplod vegna veitingu veitinga á hafnarsvæðinu yfir Mærudaga - reitur C á Hafnastétt. Er hér um að ræða dagana 25. júlí frá kl. 12:00 til 26. júlí kl. 00.00. n.k. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir aðilar sem um leyfið fjalla geri slíkt hið sama.

25.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Sigrúnu Ingvarsdóttur vegna Mærudaga

Málsnúmer 201407056Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá Sýslumanninum á Húsavík þar sem óskað er eftir umsögn um veitingu tækifærisleyfi til handa Sigrúnu Ingvarsdóttir f.h. Bryggjukofans vegna sölu á grillmat og sölu á bjór og léttvíni í Bryggjukofanum sem staðsettur er á Hafnarstétt. Er hér um að ræða dagna 24. júlí frá kl. 12:00 til 27. júlí kl. 03:00 n.k. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að hluta til en samþykkir ekki að áfengissala, utan hefðbundinna leyfisskildra veitingastaða, selji áfengi í torgsölu lengur en til 24:00

Fundi slitið - kl. 18:00.