Fara í efni

Hótel Norðurljós ehf.

Málsnúmer 201407049

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 110. fundur - 17.07.2014

Friðrik Sigurðsson óskaði eftir umræðu í bæjarráði er varðar Hótel Norðurljós ehf. Bæjarráð óskar eftir að stjórn félagsins leggi fram tillögu fyrir bæjarráð um framtíð félagsins.

Bæjarráð Norðurþings - 111. fundur - 31.07.2014

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð hluthafafundar Hótel Norðurljósa ehf. Samkvæmt þriðja tölulið fundargerðarinnar er heimild stjórnar til að hækka hlutafé félagsins um allt að 7 milljónir með mögulegu framlagi Norðurþings á eignarhlut sínum í Aðalbraut 2, neðstu hæð, inn í félagið. Aðrir hluthafar samþykki að falla frá forkaupsrétti sínum í félaginu. Heimildin gildir til aðalfundar 2015. Friðrik og Óli greiða atkvæði með tillögunni en Gunnlaugur greiðir atkvæði gegn hlutafjáraukningunni.