Fara í efni

Ferðamálastofa, ósk um tilnefningu í samráðshóp

Málsnúmer 201407025

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 110. fundur - 17.07.2014

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Ferðamálastofu í samvinniu við Alta vegna verkefnis sem lýtur að kortlangingu auðlinda í ferðaþjónustu á Íslandi. Um er að ræða viðamikið og metnaðarfullt verkefni sem nýtast mun þeim sem að íslenskri ferðaþjónustu koma, bæði opinberum stofnunum sem og einkaðilum. Því leita forsvarsmenn verkefnisins til sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila um tilnefningu fulltrúa í svæðisbundna stýrihópa verkefnisins. Bæjarráð óskar eftir því að fulltrúi Húsavíkurstofu sitji í stýrihópnum fyrir hönd sveitarélagsins.