Fara í efni

Setrið, ráðning forstöðumanns

Málsnúmer 201407021

Vakta málsnúmer

Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 40. fundur - 09.07.2014

Setrið er geðræktarmiðstöð sem rekinn er af Norðurþingi með styrk frá Rauðakrossinum. Setrið er ekki lögbundið verkefni sveitarfélagsins og því hefur niðurskurður síðustu ára bitnað harðar á því en annarri starfssemi félagsþjónustunnar sem öll er lögbundin. Í Setrinu vinnur einn ófaglærður starfsmaður í 50 % starfi.
Rauðikrossinn hefur styrkt starfssemi Setursins með einnar milljón krónu framlagi árlega. Þau tilmæli fylgja með framlagi fyrir árið 2014 að styrkunum verði varið til faglegra verkefna.
Nefndin er sammála mikilvægi þess að fagmenntaður forstöðumaður verði ráðinn í Setrið og leggur jafnframt áherslu á að sett verði fram skýr markmið um tilgang starfsseminnar.
Nefndin felur félagsmálastjóra að senda erindið til bæjarráð.

Bæjarráð Norðurþings - 110. fundur - 17.07.2014

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á 40. fundi félags- og barnaverndarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
"Setrið er geðræktarmiðstöð sem rekinn er af Norðurþingi með styrk frá Rauðakrossinum. Setrið er ekki lögbundið verkefni sveitarfélagsins og því hefur niðurskurður síðustu ára bitnað harðar á því en annarri starfssemi félagsþjónustunnar sem öll er lögbundin. Í Setrinu vinnur einn ófaglærður starfsmaður í 50 % starfi. Rauðikrossinn hefur styrkt starfssemi Setursins með einnar milljón krónu framlagi árlega. Þau tilmæli fylgja með framlagi fyrir árið 2014 að styrkunum verði varið til faglegra verkefna. Nefndin er sammála mikilvægi þess að fagmenntaður forstöðumaður verði ráðinn í Setrið og leggur jafnframt áherslu á að sett verði fram skýr markmið um tilgang starfsseminnar.
Nefndin felur félagsmálastjóra að senda erindið til bæjarráð."

Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að áfram verði viðhaldið metnaðarfullri starfsemi í Setrinu. Starfsemi Setursins skipti miklu máli fyrir þá sem þangað leita og fjölskyldur þeirra.
Erindinu er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.