Fara í efni

Boð um að senda efni á sýningu á norrænum degi í Álaborg

Málsnúmer 201401108

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 34. fundur - 11.02.2014





Vinabær Norðurþings, Álaborg, undirbýr nú í samvinnu við Foreningen Norden, "Nordens dag" þann 26. apríl 2014 og býður vinabæjum sínum að senda efni til kynningar á sýningu sem haldin verður í tilefni dagsins. Fræðslu- og menningarfulltrúi leitaði til ungmennahússins Túns vegna mögulegs efnis á sýninguna og fagnaði ungmennahúsið verkefninu. Fyrir fræðslu- og menningarnefnd liggur tillaga frá ungmennahúsinu Túni um kynningarmyndband í formi "endurminninga" þ.e. leitast verður við að gefa áhorfandanum þá tilfinningu að hann sjái umhverfið með augum manneskju sem ferðast um sveitarfélagið.

Fræðslu- og menningarnefnd þakkar góða hugmynd og hlakkar til að sjá útkomuna.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 35. fundur - 18.03.2014

Aðalbjörn Jóhannsson starfsmaður ungmennahússins Túns mætti á fundinn og kynnti stuttmynd sem verður framlag Norðurþings á norrænum degi í Álaborg í apríl.Fræðslu- og menningarnefnd lýsir ánægju sinni með verkefnið.Aðalbjörn vék af fundi kl. 15:20.