Fara í efni

Erindi frá Húsavíkurstofu varðandi tjaldsvæðið á Húsavík

Málsnúmer 201402088

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 96. fundur - 27.02.2014

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Húsavíkurstofu þar sem óskað er eftir endurnýjun á samningi um rekstur Tjaldsvæðis Húsavíkur. Meðfylgjandi erindinu eru drög að nýjum samningi með gildistöku fyrir árið 2014. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að samningsdrögum og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Norðurþings - 99. fundur - 20.03.2014

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Húsavíkurstofu, sem tekið var fyrir á 96. fundi bæjarráðs, en fram kemur í erindinu að óskað er eftir endurnýjun á samningi um rekstur Tjaldsvæðis Húsavíkur. Á 96. fundi bæjarráðs var bæjarstjóra falið að vinna að samningsdrögum og leggja fyrir bæjarráð að nýju. Fyrirliggjandi er samningsdrög að rekstrarsamningi um tjaldstæðið. Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

Bæjarráð Norðurþings - 102. fundur - 10.04.2014

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Húsavíkurstofu varðandi ósk félagsins um endurnýjaðan rekstrarsamning um tjaldsvæðið á Húsavík. Erindið var áður tekið til umfjöllunar á 96. og 99. fundi bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning að því gefnu að uppgjör milli aðila vegna síðasta árs liggi fyrir.