Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

102. fundur 10. apríl 2014 kl. 16:00 - 17:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Soffía Helgadóttir 2. varamaður
  • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Vegagerðin, hafnar og samgöngumál

Málsnúmer 201404034Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mættur fulltrúar Vegagerðarinnar, Gunnar Helgi Guðmundsson, Haukur Jónsson og Pálmi Þorsteinsson. Gunnar fór yfir og kynnti nýtt skipurit Samgöngustofu. Einnig var fyrið yfir og kynnt áformuð verkefni Vegargerðarinnar á norðursvæði eins og þau birtast í samgönguáætlun.

2.Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf 2014

Málsnúmer 201404010Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar skýrsla aðalfundar Eingarhaldsfélagsins Fasteingar ehf., sem fram fór 26. mars s.l. Lagt fram til kynningar.

3.Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, 414. mál til umsagnar

Málsnúmer 201404021Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis um umsögn að frumvarpi til laga um eflingu tónlistarnáms, (nám óháð búsetu) - 414. mál. Lagt fram til kynningar.

4.Erindi frá Húsavíkurstofu varðandi tjaldsvæðið á Húsavík

Málsnúmer 201402088Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Húsavíkurstofu varðandi ósk félagsins um endurnýjaðan rekstrarsamning um tjaldsvæðið á Húsavík. Erindið var áður tekið til umfjöllunar á 96. og 99. fundi bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning að því gefnu að uppgjör milli aðila vegna síðasta árs liggi fyrir.

5.Félagsleg heimaþjónusta, yfirlit yfir þjónustuþega sem þarfnast frekari úrræða

Málsnúmer 201401151Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá 39. fundi félags- og barnaverndarnefndar en þar kemur fram á nefndin er sammála um að mikilvægt sé að auka félagslega heimaþjónustu og gera þannig öldruðum kleift að búa lengur heima. Var óskað eftir aukafjárveitingu til bæjarráðs að upphæð 4 mkr. til að auka þjónustu þannig að hægt verði að sinna heimsendingum á mat á kvöldin og um helgar.Erindið var tekið til umfjöllunar á 95. fundi bæjarráð en þar kemur fram að afgreiðslu þess er frestað og bæjarstjóra og fjármálastjóra er falið að gera tillögu um hvort hægt er að mæta auknum útgjöldum vegna beiðninnar innan fjárhagsáætlunar ársins 2014. Bæjarstjóri leggur til við bæjarráð að til að mæta þörfum þjónustuþega verði færðar 4 milljónir króna frá málaflokki 04, undirmálaflokki 591 (aðrir skólar og fræðslustarf) til málaflokks 02, undirmálaflokk 431 (heimaþjónusta - aldraðra). Rökstuðningurinn er sá að svigrúm hefur myndast í 04-591 sem hægt er að nýta í 02-431. Við þessa aðgerð verða engar breytingar á samanlagðri áætlun fyrrnefndra málaflokka og því aukafjárveiting ekki þörf. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

6.Fundarboð og fundagerðir Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2014

Málsnúmer 201401098Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 121. fundar stjórnar Orkuveitur Húsavíkur ohf. frá 14. mars s.l. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir Sorpsamlags Þingeyinga ehf 2014

Málsnúmer 201403069Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð stjórnar Sorpsamlags Þingeyinga frá 11. mars s.l. ásamt fundargerð samráðsefndar um sorpmál. Málefnið var áður á dagskrá 101. fundar bæjarráðs. Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir stjórnar Dvalarheimilis aldraðra sf. 2014

Málsnúmer 201402080Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð 49. fundar stjórnar DA sf. ásamt fylgiskjölum. Lagt fram til kynningar.

9.Fundur um deiliskipulag fyrir minni Ásbyrgis þann 30. apríl 2014

Málsnúmer 201404019Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundarboð frá Hjörleifi Finnsyni f.h. Vatnajökulsþjóðgarðs um vinnu sem hafin er við deiliskipulagsgerð fyrir mynni Ásbyrgis, allt frá skeiðvelli í Eyjadal í vestri að sumarbúðum við Ástjörn í austri. Fundurinn fer fram í Gljúfrastofu 30. apríl n.k. og hefst hann kl. 16:30. Vonir standa til að hugmyndir og umræður á fundinum munu leggja grunninn að tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið sem færi svo í lögboðið umsagnarferli. Eins og fram kemur í bréfinu er það talið mikilvægt fyrir íbúa og hagsmunaaðila að koma strax fram með hugmyndir og áherslur svo hægt verði að taka tillit til þeirra frá upphafi. Fundurinn er öllum opinn. Lagt fram til kynningar.

10.Samband íslenskra sveitarfélaga, ýmis mál til kynningar 2014

Málsnúmer 201402039Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið hefur verið til umfjöllunar og meðhöndlunar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um framtíðarfyrirkomulag alþjónustu um tengingu við almenna fjarskiptanetið. Samantekir og kynningafundir hafa verið haldnir ásamt því að Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt umræðuskjal á heimasíðu sinni. Stofnunin óskar eftir athugasemdum og þeim verði komið á framfæri fyrir 23. apríl n.k. Eins og fram kemur í erindinu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er um mikið hagsmunamál fyrir sveitarfélög í landinu að ræða og þá sérstaklega sveitarfélög sem eru með dreifbýli á sínu svæði. Sambandið fékk fulltrúa innanríkisráðuneytisins og Póst- og fjarskiptastofnun á sinn fund til að kynna málið fyrir fulltrúum landshlutasamtaka sveitarfélaga 27. mars s.l. Í lok þess fundar var rætt um að Sambandið og landshlutasamtökin hafi samvinnu um umsagnargerð. Ljóst er að erfitt er að meta kostnaðaráhrif tillagna þar sem hvorki Sambandið né landshlutasamtökin hafa grunnupplýsingar um stöðu fjarskiptamála út um landið. Bæjarráð fagnar því að Eyþing taki málið til sérstakrar umfjöllunar og tryggi í umsögn sinni hagsmuni allra sveitarfélaga innan vébanda samtakanna. Bæjarráð vekur sérstaka athygli á því að kostnaðarauki við þessa breytingu getur orðið töluverður fyrir sveitarfélagið Norðurþing sem og önnur sveitarfélög innan Eyþings. Því er mikilvægt að í umsögninni sé þess gætt að annars vegar leggist ekki viðbótarkostnaður á sveitarfélögin og hins vegar að nettengingar og gagnasamband verði ekki lakara en almennar kröfur eru gerðar til.

11.Velferðarnefnd Alþingis, 335. mál til umsagnar

Málsnúmer 201404020Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn að tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu, 335. mál Lagt fram til kynningar.

12.Stofnun sjálfseignarstofnunar um rannsóknarstöð á Raufarhöfn

Málsnúmer 201404043Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi um stofnun rannsóknarstöð á Raufarhöfn. Um er að ræða sjálfseignastofnun með aðkomu Náttúrufræistofnunar Íslands, Háskóla Íslands, Náttúrustofu Norðausturlands, Norðurþingi og Landbúnaðarháskóla Íslands. Óskað er eftir því að Norðurþing skipi einn fulltrúa í fyrirhugaða stjórn stofnunarinnar. Bæjarráð samþykkir að taka þátt í stofnun sjálfseignarstofnunarinnar og tilnefnir Níels Árna Lund sem fulltrúa sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 17:00.