Fara í efni

Fundur um deiliskipulag fyrir minni Ásbyrgis þann 30. apríl 2014

Málsnúmer 201404019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 102. fundur - 10.04.2014

Fyrir bæjarráði liggur fundarboð frá Hjörleifi Finnsyni f.h. Vatnajökulsþjóðgarðs um vinnu sem hafin er við deiliskipulagsgerð fyrir mynni Ásbyrgis, allt frá skeiðvelli í Eyjadal í vestri að sumarbúðum við Ástjörn í austri. Fundurinn fer fram í Gljúfrastofu 30. apríl n.k. og hefst hann kl. 16:30. Vonir standa til að hugmyndir og umræður á fundinum munu leggja grunninn að tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið sem færi svo í lögboðið umsagnarferli. Eins og fram kemur í bréfinu er það talið mikilvægt fyrir íbúa og hagsmunaaðila að koma strax fram með hugmyndir og áherslur svo hægt verði að taka tillit til þeirra frá upphafi. Fundurinn er öllum opinn. Lagt fram til kynningar.