Fara í efni

Félagsleg heimaþjónusta, yfirlit yfir þjónustuþega sem þarfnast frekari úrræða

Málsnúmer 201401151

Vakta málsnúmer

Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 39. fundur - 05.02.2014

Félags- og barnaverndarnefnd er sammála um að mikilvægt sé að auka félagslega heimaþjónustu og gera þannig öldruðum kleift að búa lengur heima. Félagsmálastjóra er falið að óska eftir aukafjárveitingu til bæjarráðs til að hægt verði að auka þjónustuna og veita hana einnig á kvöldin og helgar og heimsendan mat um helgar allt að kr. 4.000.000

Bæjarráð Norðurþings - 95. fundur - 13.02.2014



Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á 39. fundi félags- og barnaverndarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:


Félags- og barnaverndarnefnd er sammála um að mikilvægt sé að auka félagslega heimaþjónustu og gera þannig öldruðum kleift að búa lengur heima. Félagsmálastjóra er falið að óska eftir aukafjárveitingu til bæjarráðs til að hægt verði að auka þjónustuna og veita hana einnig á kvöldin og helgar og heimsendan mat um helgar allt að kr. 4.000.000.-

Með erindinu fylgir greinargerð en þar kemur m.a. fram að nefndin hafi fjallað um málið á síðasta fundi sínum. Samkvæmt upplýsingum frá færni- og heilsunefnd er töluverður hópur sem er á biðlista eftir hjúkrunar og/eða dvalarými á Hvammi.
Þjónustuþörf allra þeirra einstaklinga sem eru á biðlista eftir dvalarrýmisplássi mun ekki verða leystur næstu árin með flutningi í Hvamm þar sem mjög fá pláss losna á ári hverju.
Félagslega heimaþjónustan sinnir öldruðum einstaklingum sem búa heima og eru metnir í þörf fyrir þá þjónustu.
Af einstaklingum sem fá félagslega heimaþjónustu eru 14 aðilar með samþykkt dvalarrými, meðalaldur þeirra er 86,6 ár.
Fimm einstaklingar eru með samþykkt hjúkrunarrými, meðalaldur þeirra er 82,6 ár.
Tuttugu og níu einstaklingar þarfnast frekari úrræði þ.e. þeir geta tæplega búið heima með þá þjónustu sem þeir hafa í dag, meðalaldur þessa hóps er 85 ár.
Undanfarin ár hefur talsvert verið skorið niður í félagslegri heimaþjónustu hér í Norðurþingi sem leitt hefur til þess að í langflestum tilfellum er einungis boðið upp á lágmarksþjónustu þ.e. 2 klukkutíma aðra hverja viku og fer sá tími að mestu í þrif. Þjónustan er aðeins veitt á milli kl. 08:00 til 16:00.
Félags- og barnaverndarnefnd var sammála um mikilvægi þess að auka stuðning og þjónustu við aldraða og gera þeim kleift að búa lengur heima. Til þess að hægt sé að auka þjónustuna þannig að hún mæti þörfum þjónustuþeganna mun betur en hún gerir í dag er áætlaður kostnaður 4 milljónir króna.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins en bæjarstjóra og fjármálastjóra er falið að gera tillögu um hvort hægt er að mæta auknu útgjöldum vegna beiðninnar innan fjárhagsáætlunar ársins 2014.

Bæjarráð Norðurþings - 102. fundur - 10.04.2014

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá 39. fundi félags- og barnaverndarnefndar en þar kemur fram á nefndin er sammála um að mikilvægt sé að auka félagslega heimaþjónustu og gera þannig öldruðum kleift að búa lengur heima. Var óskað eftir aukafjárveitingu til bæjarráðs að upphæð 4 mkr. til að auka þjónustu þannig að hægt verði að sinna heimsendingum á mat á kvöldin og um helgar.Erindið var tekið til umfjöllunar á 95. fundi bæjarráð en þar kemur fram að afgreiðslu þess er frestað og bæjarstjóra og fjármálastjóra er falið að gera tillögu um hvort hægt er að mæta auknum útgjöldum vegna beiðninnar innan fjárhagsáætlunar ársins 2014. Bæjarstjóri leggur til við bæjarráð að til að mæta þörfum þjónustuþega verði færðar 4 milljónir króna frá málaflokki 04, undirmálaflokki 591 (aðrir skólar og fræðslustarf) til málaflokks 02, undirmálaflokk 431 (heimaþjónusta - aldraðra). Rökstuðningurinn er sá að svigrúm hefur myndast í 04-591 sem hægt er að nýta í 02-431. Við þessa aðgerð verða engar breytingar á samanlagðri áætlun fyrrnefndra málaflokka og því aukafjárveiting ekki þörf. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu.