Fara í efni

Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings

39. fundur 05. febrúar 2014 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir formaður
  • Þorgrímur Sigmundsson aðalmaður
  • María Óskarsdóttir aðalmaður
  • Dögg Káradóttir félagsmálafulltrúi
  • Hilda Rós Pálsdóttir varaformaður
Fundargerð ritaði: Dögg Káradóttir Félagsmálafulltrúi
Dagskrá

1.Barnaverndarstofa, PMT meðferðarnám, lagt fram til kynningar

Málsnúmer 201401049Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Unnið verði markvisst að því að 1 til 2 starfsmenn verði studdir í meðferðarnám í foreldrafærni.

2.Stuðningur Rauða krossins við Geðræktarmiðstöðina Setrið

Málsnúmer 201401123Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

3.Ungmennaráð Norðurþings

Málsnúmer 201201039Vakta málsnúmer

Nefndin mun leitast við að verða við óskum tómstunda- og æskulýsnefndar

4.Reglur varðandi leiguhúsnæði hjá Norðurþingi

Málsnúmer 201401149Vakta málsnúmer

Reglurnar samþykktar samhljóða

5.Akstur aldraðra í dagvist í Stórumörk, ósk um kostnaðarþátttöku

Málsnúmer 201401150Vakta málsnúmer

Samþykkt er að sækja um aukafjárveitingu til bæjarráðs allt að kr. 900 þúsund vegna aksturs aldraðra í dagvist í Stórumörk. Félagsmálastjóra er falið að senda erindið til bæjarráðs.

6.Félagsleg heimaþjónusta, yfirlit yfir þjónustuþega sem þarfnast frekari úrræða

Málsnúmer 201401151Vakta málsnúmer

Félags- og barnaverndarnefnd er sammála um að mikilvægt sé að auka félagslega heimaþjónustu og gera þannig öldruðum kleift að búa lengur heima. Félagsmálastjóra er falið að óska eftir aukafjárveitingu til bæjarráðs til að hægt verði að auka þjónustuna og veita hana einnig á kvöldin og helgar og heimsendan mat um helgar allt að kr. 4.000.000

7.Húsavík, umfjöllun um stöðu biðlista frá færni- og heilsumatsnefnd Norðurlands

Málsnúmer 201401066Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.