Fara í efni

Vegagerðin, hafnar og samgöngumál

Málsnúmer 201404034

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 102. fundur - 10.04.2014

Á fund bæjarráðs mættur fulltrúar Vegagerðarinnar, Gunnar Helgi Guðmundsson, Haukur Jónsson og Pálmi Þorsteinsson. Gunnar fór yfir og kynnti nýtt skipurit Samgöngustofu. Einnig var fyrið yfir og kynnt áformuð verkefni Vegargerðarinnar á norðursvæði eins og þau birtast í samgönguáætlun.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 40. fundur - 23.04.2014

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur til umfjöllunar erindi frá Vegagerðinni vegna meðferðar jarðefna sem falla til við gerð vegganga í gegnum Húsavíkurhöfða, sem grafinn yrðir frá höfninni yfir í Laugardal. Við núverandi aðstæður þarf að flytja meginþorra þess efnis í gegnum hafnarsvæðið til förgunar utan Húsavíkur með nokkrum tilkostnaði og ónæði af umferð flutningatækja um miðhafnarsvæðið og eða miðbæinn. Með því að nýta efnið í nýja landfyllingu má auka athafnarsvæði hafnarinnar um 2 hektara með litlum tilkostnaði og einnig spara tíma, fjármuni og ónæði við efnisflutninga úr jarðgangagerðinni. Áætlað er að efnið muni að mestu falla til á tímabilinu maí til nóvember 2015. Meðfylgjandi er rissmynd af fyrirhugaðri landfyllingu. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að óska eftir deiliskipulagi frá skipulagsnefnd vegna landfyllingar um allt að 2 ha. við norðurhöfnina samkvæmt fyrirliggjandi tillögu.