Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

99. fundur 20. mars 2014 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Soffía Helgadóttir 2. varamaður
  • Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri- og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Björgunarsveitin Garðar

Málsnúmer 201403043Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar Björgunarsveitarinnar Garðars á Húsavík, Júlíus Stefánsson, formaður ásamt Ástþóri Stefánssyni og Þóri Gunnarssyni og fóru þeir yfir og kynntu stöðu og starf sveitarinnar. Meðal annars kom fram að félagar í sveitinni eru 97 og mikið lagt í félagsstarfið. Öflugt og mikið unglingastarf er rekið hjá sveitinni. Tækjakostur er mikill og fjölbreyttur en gamall og þarfnast endurnýjunar. Starfið gengur vel en fjárhagur sveitarinnar er erfiður enda kostnaður við fræðslu og þjálfun félagsmanna mikill. Sveitin á fáa en góða bakhjarla en það dugar ekki til. Bæjarráð þakkar félögum sveitarinnar fyrir góða kynningu og hvetur lögaðila, félagasamtök og íbúa sveitarfélagsins til að styðja við sveitina þannig að starf þeirra megi eflast, samfélaginu til heilla um ókomna tíð.

2.Erindi frá Húsavíkurstofu varðandi tjaldsvæðið á Húsavík

Málsnúmer 201402088Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Húsavíkurstofu, sem tekið var fyrir á 96. fundi bæjarráðs, en fram kemur í erindinu að óskað er eftir endurnýjun á samningi um rekstur Tjaldsvæðis Húsavíkur. Á 96. fundi bæjarráðs var bæjarstjóra falið að vinna að samningsdrögum og leggja fyrir bæjarráð að nýju. Fyrirliggjandi er samningsdrög að rekstrarsamningi um tjaldstæðið. Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

3.Notkun ferðaþjónustuaðila á nýju vörumerki

Málsnúmer 201403066Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Einari Gíslasyni, f.h. aðila innan ferðaþjónustunnar t.a.m. Húsavíkurstofu, Hvalasafnið, Fjallasýn, Gentle Giants, Norðursiglingu og Sölkusiglingar. Erindið felur í sér leyfi til notkunar á samræmdu vörumerki í markaðsetningu fyrirtækjanna. Fram kemur m.a. í erindinu að það sé hagur allra aðila í ferðaþjónustu á Húsavík að við gerð markaðsefni séu skilaboðin skýr og höfði til þeirra ferðamanna sem leita sér að afþreyingu og þjónustu á ferð þeirra um landið.Húsavíkurstofa sem hagsmunasamtök ferðaþjónustuaðila, verslunar og þjónustu í bænum mun eiga merkið og halda utan um að það sé rétt notað. Óska hlutaðeigandi aðilar eftir skriflegum stuðningi Norðurþings við þessi áform. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við hugmyndir ferðaþjónustuaðila og felur bæjarstjóra framgang málsins.

4.Sundsamband Íslands, umsókn um styrk vegna boðsundskeppni milli grunnskóla

Málsnúmer 201403060Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá Sundsambandi Íslands vegna átaksins "Sund er best". Sundsamband Íslands mun standa að boðssundkeppni milli grunnskóla sem fram fer um land allt.Til að standa straum af kostnaði vegna keppninnar þá er farið fram á við sveitarfélög landsins, sem eiga þátttakendur í keppninni að styrkja keppnina með 25.000.- króna framlagi. Markmið keppninnar er að stuðla að aukinni hreyfingu krakka auk þess að viðhalda því stolti sem íslensk þjóð hefur getað státað sig af í gegnum tíðina að enginn sé ósyntur. Bæjarráð þakkar bréfriturum erindið en vísar því til afgreiðslu í tómstunda- og æskulýðsnefnd.

5.Þingeyskt sagnakort, umsókn um styrk

Málsnúmer 201312073Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði er erindi sem tekið var fyrir á 35. fundi fræðslu- og menningarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Sagnakortið er samsafn fróðleiks og gagna sem ætlað er að varpa ljósi á lífið á Íslandi fyrr á öldum. Efnið er birt á gagnvirku korti og lögð áhersla á byggðina og fólkið sem þar bjó. Vefsíðan sameinar stafræn gögn um menningu Íslendinga. Sótt er um styrk kr. 600.000 vegna innsetningar gagna frá Norðurþingi.
Fræðslu- og menningarnefnd fagnar framtakinu og vísar erindinu til bæjarráðs." Friðrik óskar bókað:"Friðrik bendir bréfritara á vefslóðina <A href="http://www.karolinafund.com">www.karolinafund.com</A> " Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

6.Samkomulag milli Norðurþings, Skútustaðahrepps, Þingeyjarsveitar og Tjörneshrepps um rekstur Náttúrustofu Norðausturlands 2014

Málsnúmer 201403071Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur samkomulag Norðurþings, Skútustaðahrepps, Þingeyjarsveitar og Tjörneshrepps um rekstur Náttúrustofu Norðausturlands árið 2014. Sveitarfélögin Norðurþing og Skútustaðahreppur reka Náttúrustofu Norðausturlands (NNA) skv. samningi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Sveitarfélögin Tjörneshreppur og Þingeyjarsveit hafa samþykkt þátttöku í rekstri NNA fyrir árið 2014, Tjörneshreppur samkvæmt höfðatöluhlutfalli en Þingeyjarsveit með 400.000.- króna framlagi. Sveitarfélögin fjögur gera, á grundvelli þessa með sér samkomulag um framlög til reksturs NNA árið 2014.Grunnframlag ríkisins samkvæmt fjárlögum árið 2014 er 15.500.000.- krónur. Sveitarfélögin leggja til rekstursins upphæð sem nemur 30% af grunnframlagi ríkisins, eða 4.650.000.- krónur. Með vísan til 10. greinar samnings um rekstur NNA, afgreiðslu fjárlaga 2014 og samþykktar í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar er kostnaðarskipting milli sveitarfélaganna árið 2014 eftirfarandi: Norðurþing - 3.693.266.-Skútust.hr. - 484.855.-Tjörneshr. - 71.879.-Þingeyj.sv. - 400.000.- Samtals 4.650.000.- Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag og kostnaðarskiptingu.

Fundi slitið - kl. 18:00.