Fara í efni

Samkomulag milli Norðurþings, Skútustaðahrepps, Þingeyjarsveitar og Tjörneshrepps um rekstur Náttúrustofu Norðausturlands 2014

Málsnúmer 201403071

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 99. fundur - 20.03.2014

Fyrir bæjarráði liggur samkomulag Norðurþings, Skútustaðahrepps, Þingeyjarsveitar og Tjörneshrepps um rekstur Náttúrustofu Norðausturlands árið 2014. Sveitarfélögin Norðurþing og Skútustaðahreppur reka Náttúrustofu Norðausturlands (NNA) skv. samningi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Sveitarfélögin Tjörneshreppur og Þingeyjarsveit hafa samþykkt þátttöku í rekstri NNA fyrir árið 2014, Tjörneshreppur samkvæmt höfðatöluhlutfalli en Þingeyjarsveit með 400.000.- króna framlagi. Sveitarfélögin fjögur gera, á grundvelli þessa með sér samkomulag um framlög til reksturs NNA árið 2014.Grunnframlag ríkisins samkvæmt fjárlögum árið 2014 er 15.500.000.- krónur. Sveitarfélögin leggja til rekstursins upphæð sem nemur 30% af grunnframlagi ríkisins, eða 4.650.000.- krónur. Með vísan til 10. greinar samnings um rekstur NNA, afgreiðslu fjárlaga 2014 og samþykktar í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar er kostnaðarskipting milli sveitarfélaganna árið 2014 eftirfarandi: Norðurþing - 3.693.266.-Skútust.hr. - 484.855.-Tjörneshr. - 71.879.-Þingeyj.sv. - 400.000.- Samtals 4.650.000.- Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag og kostnaðarskiptingu.