Fara í efni

Bæjarstjórn Norðurþings

20. fundur 14. desember 2012 kl. 16:15 - 19:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnlaugur Stefánsson Forseti
  • Jón Grímsson aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Jón Helgi Björnsson aðalmaður
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson 1. varaforseti
  • Þráinn Guðni Gunnarsson 2. varaforseti
  • Friðrik Sigurðsson aðalmaður
  • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Stjórnskipulag Eyþings og sóknaráætlun

Málsnúmer 201212057Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi um stjórnskipulag Eyþings og sóknaráætlun, sem Gunnlaugur Stefánsson, forseti bæjarstjórnar óskaði að tekið yrði til umfjöllunar og umræðu.Til máls tóku: Gunnlaugur, Bergur, Soffía, Hjálmar Bogi og Jón Helgi.

2.Deiliskipulag urðunarstaðar við Kópasker

Málsnúmer 201212023Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 99. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:Kynnt var tillaga að skipulags- og matslýsingu fyrir urðunarsvæði fyrir sorp á gamla flugvellinum við Kópasker.
Tillagan er unnin af verkfræðistofunni Eflu og dagsett desember 2012.
Skipulags- og byggingarnefnd dregur í efa að rétt sé farið með landeiganda skipulagssvæðis í greinargerð og fer fram á að það verði tekið til skoðunar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og matslýsing verði að öðru leiti samþykkt sbr. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Til máls tóku: Jón GrímssonTillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

3.Örlygur Hnefill Örlygsson f.h. Fasteignafélags Húsavíkur ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingar á risi Höfða 24b

Málsnúmer 201212025Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 99. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:Óskað er eftir samþykki skipulagsnefndar fyrir breytingum á þaki Höfða 24 sem felast í hækkun veggja og minnkaðs þakhalla.
Gert er ráð fyrir óbreyttri mænishæð.
Meðfylgjandi erindi er rissmynd af breytingunum.
Með umsókn fylgir einnig undirskrifað samþykki lóðarhafa næstu lóða fyrir breytingunum sem og annarra eigenda fasteigna á lóðinni.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirhugaðar breytingar og telur framlagða grenndarkynningu fullnægjandi skv. 3. mgr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin leggur því til við bæjarstjórn að byggingarfulltrúa verði heimilað að gefa út byggingarleyfi fyrir breytingunum þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað inn.Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða án umræðu.

4.Sigríður Sigþórsdóttir f.h. Norðursiglingar ehf. sækir um byggingarleyfi hæðar ofan á Hafnarstétt 11

Málsnúmer 201212030Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 99. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir hæð ofan á Hafnarstétt 11, Svartabakka.
Teikning er unnin af Sigríði Sigþórsdóttur arkitekt.
Ennfremur er óskað eftir stöðuleyfi fyrir léttu húsi ofan á hæðina til samræmis við skilmála deiliskipulags.
Það hús er einnig sýnt á teikningunum, en er þar teiknað heldur stærra en skipulag heimilar.
Í umsókn kemur fram að skilað verði inn teikningu af samsvarandi húsi sem hafi sama grunnflatarmál og hús ofan á Hafnarstétt 7.
Skipulags- og byggingarnefnd telur fyrirhuguð mannvirki í samræmi við ákvæði deiliskipulags miðhafnarsvæðis og felur byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir hæð ofan á húsið þegar fullnægjandi teikningar hafa borist, sem og jákvæðar umsagnir heilbrigðiseftirlits og vinnueftirlits.
Jafnframt leggur skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn að veitt verði stöðuleyfi fyrir torgsöluhúsi ofan á 2. hæð hússins þegar fullnægjandi teikningar hafa borist.Til máls tóku: Jón Grímsson, Friðrik, Hjálmar Bogi, Gunnlaugur og Jón Helgi. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar um veitingu stöðuleyfi fyrir torgsöluhúsi samþykkt með atkvæðum, Gunnlaugs, Jóns Helga, Jóns Grímssonar, Olgu og Þráins. Hjálmar Bogi, Soffía og Trausti sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Friðrik greiddi atkvæði á móti tillögunni.

5.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2013

Málsnúmer 201209003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu síðari umræða um fjárhagsáætlun 2013. Fjárhagsáætlunin var tekin til afgreiðslu á 64. fundi bæjarráðs og vísað til bæjarstjórnar.Til máls tóku: Bergur, Jón Helgi, Friðrik, Hjálmar Bogi og Þráinn. Fyrirliggjandi er bókun með fjárhagsáætlun ársins 2013.
Samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2013 er gert ráð fyrir að A - hluti, fyrir utan sjóði í A hluta, skili tekjuafgangi fyrir fjármagnsliði sem er um 79 m.kr. en niðurstaða samstæðu sveitarfélagsins skilar afgangi að upphæð 99 m.kr. Að teknu tilliti til fjármagnsliða er afkoman fyrir A hluta neikvæð upp á 53 m.kr. og fyrir samstæðu sveitarfélagsins neikvæð upp á 94 m.kr. Veltufé frá rekstri er 150 m.kr. fyrir A hluta og 322 fyrir samstæðu Norðurþings. Þetta er niðurstaða nefnda og ráða sveitarfélagsins sem hafa eftir fremsta megni reynt að hagræða í rekstri sveitarfélagsins án þess að til verulegrar þjónustuskerðingar komi. Þess ber að geta að árið 2013 er fimmta árið í röð sem umtalsverð óvissa er um þróun tekna sveitarfélagsins. Þessi staða gerir það að verkum að gæta verður ýtrasta aðhalds í rekstri.
Allir sem til þekkja eru meðvitaðir um að það sem skiptir máli fyrir framtíðar rekstur sveitarfélagsins og burði þess til að þjónusta íbúa þess er öflugt atvinnulíf með tilheyrandi hagvexti. Það er trú meirihluta bæjarstjórnar að samstaða um uppbyggingu orkufreks iðnaðar í Þingeyjarsýslum skili árangri á árinu 2013. Fjárfesting í orkufrekum iðnaði mun skila verulegum tekjum inn í samfélagið og styrkja tekjugrunn þess varanlega til langs tíma.
Ákvörðun um fjárfestingu í iðjuveri á Bakka liggur fyrir í maí 2013. Það er mat meirihluta bæjarstjórnar að við þau tímamót sé nauðsynlegt að taka upp áætlun þessa þar sem öllum samningum verður lokið og upplýsingar um framkvæmdir liggja fyrir bæði er varðar kostnað og tíma.
Gunnlaugur Stefánsson - sign.
Jón Helgi Björnsson - sign
Soffía Helgadóttir - sign
Hjámar Bogi Hafliðason - sign
Jón Grímsson - sign
Olga Gísladóttir - sign
Þráinn Gunnarsson - sign. Friðrik og Trausti óska bókað:
Augljóst má vera að m.v. fjárhagsstöðu sveitarfélagsins er óraunhæft að auka útgjöld nema til komi auknar tekjur, sem koma eingöngu með nýrri starfsemi eða auknum sköttum. Við styðjum nýja starfsemi en hugnast ekki auknar álögur á íbúa Norðurþings. Ef ekki kemur til þess að ríkisvaldið styðji við frekari uppbyggingu á Bakka er að okkar mati ljóst að sveitarfélagið þarf að segja upp starfsfólki á næstu misserum.
Friðrik Sigurðsson - sign.;Trausti Aðalsteinsson - sign.Fjárshagsáætlun ársins 2013 er samþykkt með atkvæðum Gunnlaugs, Jóns Helga, Soffíu, Hjálmars Boga, Jóns Grímssonar, Þráins og Olgu.Friðrik og Trausti sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

6.3ja ára áætlun Norðurþins 2014 - 2016

Málsnúmer 201211057Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu síðari umræða um þriggja ára fjárhagsáætlun (2014 -2016). Áætlunin var tekin til afgreiðslu á 64. fundi bæjarráðs og vísað til bæjarstjórnar. Til máls tóku: Friðrik, Hjálmar Bogi, Jón Helgi, Soffía, Þráinn, Jón Grímsson, Trausti og Bergur. Þriggja ára fjárhagsáætlun (2014 - 2016) er samþykkt samhljóða.

7.10 ára áætlun Norðurþings

Málsnúmer 201211058Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu síðari umræða um langtímaáætlun ( 10 ára fjárhagsáætlun ). Áætlunin var tekin til afgreiðslu á 64. fundi bæjarráðs og vísað til bæjarstjórnar. Langtímaáætlunin samþykkt samhljóða.

8.Bæjarráð Norðurþings - 62

Málsnúmer 1211010Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 62. fundar bæjarráðs til staðfestingar. Til máls tóku undir lið 7: Friðrik og Bergur.Til máls tóku undir lið 12: Hjálmar Bogi, Friðrik og Gunnlaugur.Til máls tóku undir lið 10: Jón Grímsson, Gunnlaugur, Friðrik, Soffía, Bergur, Hjálmar Bogi og Jón Helgi. Eftirfarandi bókun er lögð fram undir 10. lið fundargerðar bæjarráðs og er sú sama og lögð var fram á 63. fundi bæjarráðs. "Það er sorgleg staðreynd að Ísavía sem er rekstraraðili í eigu ríkisins skuli ekki tryggja að flugvöllurinn í Aðaldal sé opinn allt árið um kring" Friðrik Sigurðsson - signTrausti Aðalsteinsson - signSoffía Helgadóttir - signHjálmar Bogi Hafliðason - sign.Jón Grímsson - sign. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

9.Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 33

Málsnúmer 1212001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 33. fundar félags- og barnaverndarnefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir lið 1: Hjálmar Bogi.Til máls tóku undir lið 5: Olga. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

10.Bæjarráð Norðurþings - 63

Málsnúmer 1212002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 63. fundar bæjarráðs til staðfestingar. Til máls tóku undir lið 11: Hjálmar Bogi, Jón Helgi, Friðrik, Jón Grímsson og Soffía. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

11.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 99

Málsnúmer 1212003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 99. fundar skipulags- og byggingarnefndar til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

12.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 24

Málsnúmer 1212004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 24. fundar framkvæmda- og hafnanefndar til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

Fundi slitið - kl. 19:15.