Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

64. fundur 13. desember 2012 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti auglýsir til umsóknar byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013

Málsnúmer 201209035Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti Hinrik Greipsson, sérfræðingur atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins til að fara yfir lög og reglur um úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2012/2013.Fundinn sátu bæjarfulltrúarnir, Soffía Helgadóttir, Olga Gísladóttir og Hjálmar Bogi Hafliðason. Bæjarráð þakkar Hinriki fyrir góða kynningu.

2.3ja ára áætlun Norðurþins 2014 - 2016

Málsnúmer 201211057Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu 3ja ára fjárhagsáætlun Norðurþings 2014 -2016 fyrir síðari umræðu í bæjarstjórn. Bæjarráð vísar 3ja ára fjárahgsáætlun til síðari umræðu í bæjarstjórn.

3.10 ára áætlun Norðurþings

Málsnúmer 201211058Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu 10 ára fjárhagsáætlun Norðurþing fyrir síðari umræðu í bæjarstjórn. Bæjarráð vísar 10 ára fjárhagsáætlun til síðari umræðu í bæjarstjórn.

4.Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, fundargerðir ársins 2012 ásamt rekstraráætlun 2013

Málsnúmer 201212036Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja fundargerðir Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga fyrir árið 2012 ásamt rekstraráætlun ársins 2013. Lagt fram til kynningar.

5.Björgunarsveitin Núpar, umsókn um styrk

Málsnúmer 201212022Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá Björgunarsveitinni Núpum. Bæjarráði samþykkir fyrirliggjandi styrk og er fjármálastjóra falið að ganga frá samningi til lengri tíma og leggja fyrir bæjarráð.

6.Eyþing boðar til fundar um almenningssamgöngur þann 18. desember

Málsnúmer 201212049Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði er fundarboð frá Eyþinig vegna almenningsamgagna. Fundurinn fer fram á Húsavík 18. desember n.k. Lagt fram til kynningar.

7.Halldór Valdimarsson f.h. Gafls, félags um þingeyskan byggingararf óskar eftir samstarfi við Norðurþing

Málsnúmer 201212052Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Halldóri Valdimarssyni f.h. Gafls, félags um þingeyskan byggingararf. Bæjarráð felur bæjarstjóra að bjóða bréfritara á næsta fund bæjarráðs til að fara yfir málið.

8.Hjartalif.is, umsókn um styrk

Málsnúmer 201212039Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá Hjartalíf.is Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

9.Sorpsamlag Þingeyinga, fundargerðir ársins 2012

Málsnúmer 201202042Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerðir Sorpsamlags Þingeyinga. Lagt fram til kynningar.

10.Stefanía Gísladóttir og Hólmfríður Halldórsdóttir f.h. Framfarafélags Öxarfjarðar óska eftir fundi með bæjarstjórn Norðurþings

Málsnúmer 201212034Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Stefaníu Gísladóttur og Hólmfríði Halldórssdóttur f.h. Framfarafélags Öxarfjarðar þar sem óskað er eftir lokuðum fundi með bæjarstjórn dagan 5. til 15. janúar n.k. Bæjarráð felur bæjarstjóra að finna tíma og boða hlutaðeigandi aðila.

11.Stefanía Gísladóttir og Hólmfríður Halldórsdóttir f.h. Framfarafélags Öxarfjarðar senda fyrirspurn varðandi átak í atvinnumálum á svæðinu

Málsnúmer 201212035Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Stefaníu Gísladóttur og Hólmfríði Halldórsdóttur f.h. Framfrafélags Öxarfjarðar vegna atvinnumála á svæðinu. Erindið lagt fram til kynningar en verður tekið til umræðu á boðuðum fundi með Framfarafélagi Öxarfjarðarhéraðs sem áætlaður er í janúar.

12.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Kristrúnu Ýr Einarsdóttur vegna Gamla Bauks

Málsnúmer 201212041Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur ósk Sýslumannsins á Húsavík um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Kristrúnu Ýr Einarsdóttur vegna Gamla Bauks. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.

13.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingsi, 291. mál til umsagnar

Málsnúmer 201212033Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar erindi frá Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis - mál nr. 291 Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.