Fara í efni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti auglýsir til umsóknar byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013

Málsnúmer 201209035

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 55. fundur - 13.09.2012

Fyrir bæjarráði liggur auglýsing umsóknar frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti um byggðakvóta fiskveðiársins 2012 - 2013. Með auglýsingu þessari vill ráðuneytið gefa bæjar- og sveitarstjórnum kost á að sækja um byggðakvóta á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006, með síðari breytingum. Bæjarstjórnir / sveitastjórnir eru umsóknaraðilar fyrir byggðalögin innan sveitarstjórnarumdæmanna og annast þær öll samskipti við ráðuneytið sem nauðsynleg eru vegna úthlutunarinnar. Umsóknarfrestur er til 28. september n.k. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina.Til greina við úthlutun byggðakvóta koma:1. Minni byggðalög ( viðmiðun er 2.000 íbúar þann 1. desember 2011 ), sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi og sem háð eru veiðum og vinnslu á botnfiski. Skal sveitarstjórn gera ráðuneytinu ítarlega grein fyrir vanda byggðarlagsins sem talið er að rekja megi til samdráttar í sjávarútvegi á síðustu árum og fyrir þýðingu veiða og vinnslu á botnsfiski fyrir það byggðarlag.2. Byggðarlög sem orðið hafa fyrir óvæntri skerðingu á heildaraflaheimildum fiskiskipa sem gerð hafa verið út og landað afla í viðkomandi byggðarlögum og sem veruleg áhrif hefur haft á atvinnuástand í þeim. Sveitarstjórnir skulu leggja fram gögn, sem sýna fram á að í tilteknu byggðarlagi hafi óvænt skerðing heildaraflaheimilda fiskiskipa sem gerð eru þaðan út og landað hafa þar afla, hafi haft verulega neikvæð áhrif á atvinnuástand í viðkomandi byggðarlagi.Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá umsókn sveitarfélagsins vegna úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2012 - 2013. Bæjarráð vekur jafnfram athygli á því að umsóknaraðili byggðakvótans er sveitarfélagið og mun því leggja áherslu á, í umsókn sinni, að úthlutaður byggðakvóti fiskveiðiársins 2012 til 2013 verði nýttur til veiða og vinnslu innan byggðarlaga eða sveitarfélagsins. Leiðarljós úthlutunarreglna miðast að því að viðhalda og efla atvinnustig bæði til sjós og hjá landvinnslu.

Bæjarráð Norðurþings - 59. fundur - 01.11.2012

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti vegna umsóknar sveitarfélagsins um byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013. Í bréfi ráðuneytisins er vísað til umsóknar sveitarfélagsins. Hefur ráðuneytið fjallað um umsóknina og er niðurstaðan að úthlutun byggðakvóta til sveitarfélagsins er eftirfarandi: Húsavík - 210 þorskígildistonnRaufarhöfn - 164 þorskígildistonnKópasker - 70 þorskígildistonn Í 10. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða og reglugerðar nr. 629 frá 13. júlí 2012 um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og reglugerðar nr. 628 frá 13. júlí 2012, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 201/2013 er kveðið á um að það í fyrsta lagi hvaða skilyrði fiskiskip og útgerðir þeirra þurfa að uppfylla til að fá úthlutun, sbr. 1. gr. og í öðru lagi hvernig að úthlutun byggðakvóta til einstakra fiskiskipa skuli staðið, sbr. 4. og 6. gr. reglugerðarinnar. Athygli bæjar- og sveitarstjórnar er vakin á breytingum í eftirtöldum greinum reglugerðar um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga: 1. Í lokamálsgrein 1. gr. reglugerðarinnar er sama viðmiðun um íbúafjölda og á síðasta ári og er miðað við byggðarlög með færri en 2000 íbúa, miðað vð 1. desember 2011.2. Í B og C lið 4. gr. reglugerðarinnar er úthlutaður byggðakvóti hækkaður úr 66, 132, og 197 þorskígildistonnum í 70, 140, 210 þorskígildistonn.3. Í D lið 4. gr. reglugerðarinnar er nú ákvæði um að ekkert byggðarlag með færri en 400 íbúa skuli lækka um meira en 15 þorskígildistonn í úthlutun byggðakvóta milli fiskveiðiáranna 2011/2012 og 2012/2013, eigi það á annað borð rétt til úthlutunar. Ráðuneytið beinir þeim tilmælum til bæjar- og sveitarstjórna að horfa til þeirra mögulegu verðmætaaukningar og atvinnusköpunar sem hafa má af byggðakvóta, þegar relgur um ráðstöfun byggðakvótans verða mótaðar og minnir á að megintilgangur byggðakvótans er að stuðla að aukinni atvinnusköpun í viðkomandi byggðarlagi og hafa í huga kosti dagróðrabáta í því skyni. Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstaka byggðarlaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 9. nóvember 2012. Tillögur sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina. Bæjarráð tekur undir tilmæli ráðuneytisins um nýtingu byggðakvótans til atvinnueflingar í sjávarútvegi þ.m.t. til veiða og vinnslu. Bæjarráð tekur afstöðu til málsins á næsta fundi.

Bæjarráð Norðurþings - 60. fundur - 08.11.2012

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu umsókn sveitarfélagsins um byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013. Bæjarráð hefur farið yfir og kynnt sér reglugerðir við úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2012/2013 en þar sem þær eru almennar og gera ekki ráð fyrir aðstæðum sveitarfélagsins Norðurþings sem er ein stjórnsýslueining er fyrirséð að það er vandkvæðum bundið að leggja til breytingatillögur sem standast stjórnsýslulög og fullnægja jafnframt tilgangi og markmiðum um byggðakvóta. Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn beiðni til ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála þar sem þess er óskað að ráðuneytið veiti leiðbeinandi ráðgjöf að breytingartillögum þannig að úthlutun byggðakvóta geti farið fram og stuðli að því markmiði sem lög um hann segja til. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að óska eftir fundi með ráðherra þar sem atvinnumál Kópaskers og Raufarhafnar verði rædd. Meðan þessi mál eru til umfjöllunar og úrlausnar er þess óskað að frestur til að skila inn tillögum verði framlengdur.

Bæjarráð Norðurþings - 63. fundur - 06.12.2012

Fyrir bæjarráði liggur erindi um byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013. Erindið hefur áður verið tekið fyrir á fundi bæjarráðs en frestað. Bæjarstjóra var falið að óska eftir viðræðum við fulltrúa ráðuneytisins. Nú liggur fyrir að fulltrúi/fulltrúar ráðuneytisins munu mæta til fundar við bæjarráð fimmtudaginn 13. desember n.k. Bæjarráð mun taka afstöðu til málsins að afloknum fundi með fulltrúa atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins. Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Norðurþings - 64. fundur - 13.12.2012

Á fund bæjarráðs mætti Hinrik Greipsson, sérfræðingur atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins til að fara yfir lög og reglur um úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2012/2013.Fundinn sátu bæjarfulltrúarnir, Soffía Helgadóttir, Olga Gísladóttir og Hjálmar Bogi Hafliðason. Bæjarráð þakkar Hinriki fyrir góða kynningu.