Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

59. fundur 01. nóvember 2012 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Aðalfundur Eyþings 2012

Málsnúmer 201209082Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð aðalfundar Eyþings sem haldinn var dagana 5. og 6. október s.l. Eftirfarandi kemur m.a. fram í ályktum aðalfundarins: Samtökin samþykkja þátttöku í sóknaráætlun landshluta 2020.Samtökin fagna þeim möguleikum sem felast í IPA styrkjum.Samtökin fagna mótun innanríkisstefnu þar sem réttlæti, lýðræði og sterkir innviðir verði hafðir að leiðarljósi.Samtökin lýsa ánægju sinni með núgildandi menningarsamninga og leggur áherslu á að þrátt fyrir fyrirhugaðar breytingar í tengslum við sóknaráætlun 2020 verði tryggt að fjármagn til menningarmála á starfssvæði Eyþings skerðist ekki.Samtökin harma þá stöðu sem Náttúruminjasafn Íslands býr við í dag.Samtökin leggja til að Byggðastofnun flytjist til innanríkisráðuneytisins þar sem byggðamál eru nátengd sveitarstjórnarmálum.Samtökin beinir því til ríkisvaldsins að samhliða fjölgun ferðamanna og mikilli umferð á svæðinu verði þess gætt að löggæsla og nauðsynleg heilbrigðisþjónusta sé tryggð.Samtökin lýsir þungum áhyggjum af stöðu Sjúkrahússins á Akureyrir (FSA) hvað varðar mönnun og tækjabúnað.Samtökin skora á velferðarráðherra og ríkisstjórn að leggja fjármagn til lausnar á þeim bráðavanda sem er í mönnun á sérfræðingum við FSA.Samtökin hvetja til að sett verði á laggirnar nám í dreifbýlislækningum og -hjúkrun í samvinnu við Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri og heilbrigðisstofnanir á svæðinu.Samtökin benda á að Háskólinn á Akureyri hefur haft mikla þýðingu fyrir menntun á landsbyggðinni og hefur styrkt búsetu og atvinnulíf á svæði Eyþings.Samtökin lýsa áhyggjum sínum af vaxtandi útbreiðslu ágengra plöntutegunda á borð við skógarkerfil og bjarnarkló og kalla eftir áframhaldandi aðkomu ríkisvaldsins að þeirri varnarbaráttu sem sveitarfélögin heyja gegn þessum vágesti í íslenskri náttúru.Samtökin fagna því að loks hylli undir að framkvæmdir við Vaðlaheiðagöng hefjist fyrir alvöru.Samtökin leggja til að teknar verði upp að nýju hugmyndir um hálendisveg yfir Kjöl.Samtökin fagnar þeim vegasamgöngubótum sem þegar eru orðnar og fyrirhugðar eru í nánustu framtíð. Fundurinn telur ótækt að enn eigi eftir að byggja upp 27 km stofnvegarins á milli Bakkafjarðar og Þórshafnar og leggja á það bundið slitlag.Samtökin fagnar því skrefi sem tekið hefur verið varðandi almenningssamgöngur um Norðurland.Samtökin leggjast eindregið gegn því að miðstöð innanlandsflugs verði flutt úr Vatnsmýrinni. Jafnframt leggjast samtökin eindregið gegn áformum um að hætta stuðningi við flugsamgöngur til og frá Þórshöfn um áramótin 2013/2014. Flugsamgöngur til Þórshafnar, Vopnafjarðar, Húsavíkur og Grímseyjar eru ein af lífæðum samfélagsins sem nauðsynlegt er að standa vörð um.Samtökin ítreka tillögur sínar um að yfirstjórn Vatnajökulsþjóðgarðs verði flutt frá Reykjavík heim í hérað og að svæðisráðunum verði falin stjórnun hans.Samtökin leggja þunga áherslu á að stjórnvöld, í samvinnu við heimafólk, vinni áfram markvisst að undirbúningi nýtingar þeirra orku sem er að finna á háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum.Samtökin telja mikilvægt að stuðningur ríkisins við fráveituframkvæmdir sveitarfélaga verði tryggður.Samtökin skora á Alþingi að jafna að fullu raforkuverð til almennra notenda á landinu.Samtökin lýsa yfir áhyggjum af því að takmörkuð flutningsgeta á rafmangi innan svæðisins geti haft þau áhrif að skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja á starfssvæði Eyþings.Samtökin leggja þunga áherslu á að jöfnun húshitunarkostnaðar á landsvísu verði gert að forgangsmáli til að jafna búsetuskilyrði í landinu.Samtökin styðja við hugmyndir um uppbyggingu umskipunar- og þjónustuhafna á starfssvæði Eyþings vegna olíuleitar og námuvinnslu og fagnar því frumkvæði sem einstök aðildarsveitarfélög hafa sýnt.Samtökin fagna því að ríkisvaldið hefur lofað að tryggja bændum bætur vegna tjóns sem þeir urðu fyrir vegna óveðursins sem gekk yfir Norðurland í byrjun september. Fundargerðin lögð fram til kynningar. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Eyþings.

2.Aðalfundur Landskerfa bókasafna hf.

Málsnúmer 201005056Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundarboð á aukaaðalfund Landskerfis bókasafna hf. sem fram fer fimmtudaginn 8. nóvember að Höfðatúni 2, í Reykjavík og hefst hann kl. 14:00 Fyrir dagskrá fundarins liggur: 1. Kosning stjórnar2. Önnur mál, löglega upp borin. Einn fulltrúi í stjórn félagsins hefur sagt sig úr stjórn þess. Varamenn í stjórn hafa einnig sagt af sér. Með því að kjósa nýja stjórn á þessum fundi verður sjtórnin fullmönnuð að nýju. Lagt fram til kynningar.

3.Allherjar- og menntamálanefnd Alþingis, 155. mál til umsagnar

Málsnúmer 201210099Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frumvarp til laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins - 155 mál - frá Allsherja- og menntamálanefnd Alþingis. Bæjarráð vísar erindinu til yfirferðar og umsagnar félags- og barnaverndarnefndar.

4.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti auglýsir til umsóknar byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013

Málsnúmer 201209035Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti vegna umsóknar sveitarfélagsins um byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013. Í bréfi ráðuneytisins er vísað til umsóknar sveitarfélagsins. Hefur ráðuneytið fjallað um umsóknina og er niðurstaðan að úthlutun byggðakvóta til sveitarfélagsins er eftirfarandi: Húsavík - 210 þorskígildistonnRaufarhöfn - 164 þorskígildistonnKópasker - 70 þorskígildistonn Í 10. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða og reglugerðar nr. 629 frá 13. júlí 2012 um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og reglugerðar nr. 628 frá 13. júlí 2012, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 201/2013 er kveðið á um að það í fyrsta lagi hvaða skilyrði fiskiskip og útgerðir þeirra þurfa að uppfylla til að fá úthlutun, sbr. 1. gr. og í öðru lagi hvernig að úthlutun byggðakvóta til einstakra fiskiskipa skuli staðið, sbr. 4. og 6. gr. reglugerðarinnar. Athygli bæjar- og sveitarstjórnar er vakin á breytingum í eftirtöldum greinum reglugerðar um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga: 1. Í lokamálsgrein 1. gr. reglugerðarinnar er sama viðmiðun um íbúafjölda og á síðasta ári og er miðað við byggðarlög með færri en 2000 íbúa, miðað vð 1. desember 2011.2. Í B og C lið 4. gr. reglugerðarinnar er úthlutaður byggðakvóti hækkaður úr 66, 132, og 197 þorskígildistonnum í 70, 140, 210 þorskígildistonn.3. Í D lið 4. gr. reglugerðarinnar er nú ákvæði um að ekkert byggðarlag með færri en 400 íbúa skuli lækka um meira en 15 þorskígildistonn í úthlutun byggðakvóta milli fiskveiðiáranna 2011/2012 og 2012/2013, eigi það á annað borð rétt til úthlutunar. Ráðuneytið beinir þeim tilmælum til bæjar- og sveitarstjórna að horfa til þeirra mögulegu verðmætaaukningar og atvinnusköpunar sem hafa má af byggðakvóta, þegar relgur um ráðstöfun byggðakvótans verða mótaðar og minnir á að megintilgangur byggðakvótans er að stuðla að aukinni atvinnusköpun í viðkomandi byggðarlagi og hafa í huga kosti dagróðrabáta í því skyni. Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstaka byggðarlaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 9. nóvember 2012. Tillögur sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina. Bæjarráð tekur undir tilmæli ráðuneytisins um nýtingu byggðakvótans til atvinnueflingar í sjávarútvegi þ.m.t. til veiða og vinnslu. Bæjarráð tekur afstöðu til málsins á næsta fundi.

5.Ársskýrsla og ársreikningur Náttúrustofu Norðausturlands 2011

Málsnúmer 201210045Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráð liggur til kynningar árskýrsla og ársreikningur Náttúrustofu Norðausturlands fyrir árið 2011. Fram kemur í ársreikningi ársins 2011 að á árinu nam halli af rekstri féalgsins 5.347.301.- kr. og er eigið fé í árslok 20.079.145.- kr. Lagt fram til kynningar.

6.Bréf frá fyrirtækinu Línudans, raforkuflutningskerfi - þróun og uppbygging

Málsnúmer 201210094Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá fyrirtækinu Línudans ehf. þar sem kynnt er þjónusta þess. Þjónustan snýr að þróun og enduruppbyggingu raforkuflutningskerfa í nánu samstarfi við innlenda og erlenda aðila, háskóla, sjálfstæðar rannsóknarstofnanir og ráðgjafa. Erindið lagt fram til kynningar.

7.Dvalaheimili aldraðra, fundargerðir 2012

Málsnúmer 201204017Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja fundargerðir 24. fundar stjórnar Dvalarheimili aldraðra og 19. fundur Leigufélags Hvamms. Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

8.Erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti 2012

Málsnúmer 201201045Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, ósk um tilnefningu fulltrúa sveitarfélagsins í skólanefnd Framhaldsskólans á Húavík. Samkvæmt 5. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008, skipar mennta- og menningarmálaráðherra skólanefnd við framhaldsskóla til fjögurra ára í senn. Í skólanefnd sitja fimm menn, tveir skipaðir samkvæmt tilnefningu sveitarstjórnar og þrír án tilnefningar. Varamenn eru skipaðir með sama hætti.Óskað er eftir að tilnefndir verði tveir einstaklingar, hvor af sínu kyni, sem aðalfulltrúar svo að færi gefist á að tryggja jafna skiptingu kynja í nefndina. Hið sama á við varafulltrúa. Er þetta gert með skírskotun til ákvæðis 15. gr. laga nr. 10/2008 um jafnan rétt kvenna og karla til setu í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkis og sveitarfélaga. Bæjarráð tilnefnir eftirfarandi aðila sem aðalfulltrúa í skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík.Erna BjörnsdóttirTrausti Aðalsteinsson Og sem varafulltrúar:Aðalsteinn J. HalldórssonKolbrún Ada Gunnarsdóttir

9.Eyþing fundargerðir 2012

Málsnúmer 201201020Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerðir 233., 234. og 235. fundar stjórnar Eyþings. Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

10.Fiskistofa óskar eftir umsögn vegna starfsleyfis til handa Rifós hf

Málsnúmer 201210090Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar erindi frá Fiskistofu vegna starfsleyfis til handa Rifós hf., í Kelduhverfi. Umsókn Rifóss hf., felur í sér rekstarleyfi til fiskeldis þar sem leyfilegt framleiðslumagn er 1000 tonn af samanlagt laxi og bleikju til manneldis á ári, þar af allt að 600 tonn af laxi á ári í sjókvíum í Innra-Lóninu í Kelduhverfi. Í umsókninni er einnig gert ráð fyrir að heimilt verði að reka á staðnum seiðaeldi án þess þó að farið verði yfir framangreint framleiðslumagn.Fiskistofa óskar eftir umsögn sveitarfélagsins til að tryggja aðkomu þess að stjórnsýsluákvörðunum sem varða m.a. svæðaskiptingu fiskeldis, staðsetningu fiskeldisstarfssemi og útgáfu rekstarleyfi til fiskeldi. Bæjarráð mælir með að Fiskistofa verði við umsókn Rifóss hf., sem felur í sér rekstsrarleyfi til fiskeldis enda hefur starfsstöð þess verið starfsrækt við Lón í Kelduhverfi um langt árabil.

11.Flugfélagið Ernir ehf. leggur niður áætlunarflug

Málsnúmer 201210139Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umfjöllunar tilkynning frá Flugfélaginu Erni. Fl
ugfélagið Ernir hefur haldið úti flugsamgöngum við Vestmannaeyjar, Húsavík, Höfn í Hornafirði, Bíldudal og Gjögur. Árið 2007 var gerður verksamningur við Vegagerðina við Flugfélagið Erni um áætlunarflug til Hafnar í Hornafirði, Bíldudals og Gjögurs, nú er svo komið að Ernir sjá sér ekki fært að halda úti flugi til þessara staða þar sem kostnaður hefur vaxið mun meira en greiðslur ríkisins fyrir þetta áætlunarflug og skipta opinber gjöld þar mestu enda hafa þau amk þrefaldast.
Þrátt fyrir fjölgun farþega og hærri tekjur þá ber innanlandsflugið ekki þær auknu álögur sem á það er lagt. Þá er það mjög skýrt að falli áætlunarflug niður til þeirra áfangastaða sem samningurinn nær til verður forsendubrestur á áætlunarflugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja.
Það er alvarleg staða sem upp er komin og má benda á að innanlandsflugið eru einu samgöngur Árneshrepps við umheiminn að vetri til. Það er algerlega ólíðandi að stjórnvöld láti hjá líða að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin og skorum við á innanríkisráðherra að beita sér fyrir því að tryggja að leiðréttur verði strax sá forsendubrestur sem orðinn er á verksamningi ríkisins við Flugfélagið Erni svo tryggja megi áframhaldandi flugsamgöngur til áfangastaða félagsins.
Rétt er að minna á að eitt af markmiðum samgönguáætlunar er jákvæð byggðaþróun. Innanlandsflugið gegnir þar lykilhlutverki.

Samkvæmt nýjum upplýsingum verður flogið að minnsta kosti fram að áramótum til framangreindra áfangastaða og á þeim tíma látið reyna á samninga við innanríkisráðuneytið. Bæjarráð hvetur málsaðila til að ganga frá samningum og tryggja þar með áframhaldandi flugsamgöngur.

Friðrik óskar bókað:
Flug til Húsavíkur er ekki ríkisstyrkt og ljóst er að ÍSAVIA nýtur af því góðs tekjulega, bæði á Húsavík og í Reykjavík að þessari flugleið sé sinnt.
Þingeyingar stöndum vörð um beint flug til Húsavíkur.

Friðrik Sigurðsson - sign.

12.Fundarboð og fundagerðir Orkuveitu Húsavíkur 2012

Málsnúmer 201112046Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 105. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf sem fram fór þann 19. október s.l. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.SÁÁ ósk um stuðning við átakið "Betra líf - mannúð og réttlæti"

Málsnúmer 201210091Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni SÁÁ vegna átaksins "Betra líf - mannúð og réttlæti". En SÁÁ stendur nú fyrir átakinu Betra líf - mannúð og réttlæti. Átakið felst í því að leitað er eftir stuðningi þjóðarinnar við að 10% af áfengisgjaldinu, sem ríkið innheimtir, verði varið til að veita þolendum áfengis- og vímuefnavandans þá félagslegur þjónustu og úrræði sem eru á skyldum sveitarfélaganna, sem mörg hver eru of fámenn og févana til að veita. En erindi þessa bréfs er að leita eftir stuðningi sveitarstjórna við þetta átak, bæði í orði og borði. SÁÁ óskar eftir því annars vegar að sveitarstjórnir samþykki stuðningsyfirlýsingu við þær tillögur sem liggja að baki átakinu og hins vegar að sveitarstjórnir leggist á sveif með samtökunum um að safna undirskriftarlistum meðal almennings til að draga fram vilja fólks í þessu máli. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið og óskar þeim velfarnaðar.

14.Sjónarhóll ráðgjafamiðstöð, umsókn um styrk

Málsnúmer 201210046Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Sjónarhóli- ráðgjafamiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir, vegna rekstartstyrks. Þjónusta Sjónarhóls er fyrir allt landið og er ætluð öllum, óháð aldri barnsins, einnig þeim sem eiga uppkomin börn. Ráðgjafar fara á fundi með foreldrum og fagfólki og er öll þjónusta Sjónarhóls endurgjaldslaus. Við leitum því til ykkar um að styðja áframhaldandi rekstrargrundvöll Sjónarhóls svo að framtíð hans verði tryggð og þessi mikilvæga aðstoð sem þar er veitt standi foreldrum áfram til boða. Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

15.Sorpsamlag Þingeyinga, fundargerðir ársins 2012

Málsnúmer 201202042Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð stjórnar Sorpsamlags Þingeyinga ásamt ársreikningi ársins 2011. Lagt fram til kynningar.

16.Stjórnskipunar- og eftlirlitsnefnd Alþingis, 55. mál til umsagnar

Málsnúmer 201210098Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis frumvarp til laga um kosningar til Alþingis (persónukjör þvert á flokka ) mál nr. 55. Lagt fram til kynningar.

17.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Kristbjörgu Sigurðardóttur

Málsnúmer 201210092Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá Sýslumanningum á Húsavík þar sem fram kemur ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Kristbjörgu Sigurðardóttir. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.

18.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Marian Sorinel Lazer f.h. Fosshótela ehf kt:530396-2239

Málsnúmer 201210052Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá Sýslumanninum á Húsavík þar sem fram kemur ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Marian Sorinel Lazer f.h. Fosshótela ehf. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hiða sama.

19.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitngar til handa Elvari Daða Guðjónssyni, f.h. Fjallardrottningar ehf.

Málsnúmer 201210112Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá Sýslumanninum á Húsavík þar sem fram kemur ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Elvari Daða Guðjónssyni f.h. Fjalladrottningar ehf. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.

20.Tilboð í hlut Byggðastofnunar í Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga ehf.

Málsnúmer 201210133Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Byggðastofnun vegna hlutafjártilboð í eignarhlut þess í Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga ehf., frá Artic Edge Consulting ehf. Um er að ræða 1,5% hlutafjár í félaginu að nafnvirði 159.280.- á genginu 0,62782521. Heildarkaupverð er því kr. 100.000.- Byggðastofnun hefur samþykkt tilboðið og fer fram á að sveitarfélagið, f.h. hluthafa í Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga falli frá forkaupsrétti að hlutafénu, sem hluthafar hafa samvkæmt 7. gr. samþykkta félagsins. Óskað er eftir svari. Bæjarráð samþykkir að nýta sér ekki forkaupsréttinn. Friðrik Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.

21.Umhverfisráðuneyti óskar eftir athugasemdum við drög að nýjum samningi um rekstur Náttúrustofu N-Austurlands

Málsnúmer 201208022Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja drög að samningi umhverfisráðuneytisins, Norðurþings og Skútustaðahrepps um rekstur Náttúrustofu Norðausturlands. Núverandi samningur milli aðila rennur út um næstu áramót. Samningurinn er að mestu óbreyttur frá núgildandi samningi en er aðlagaður að breyttum áherlsum Ríkisendurskoðunar. Einnig er tekið tillit til ákvörðunar Alþingis um breytt fyrirkomulag fjárheimilda 2013, en þær komu fram í fjárlögum ársins 2012. Ráðuneytið óskar eftir því að afstað sveitarfélagsins til samningsdragana og athugasemdir ef einvherjar eru verði send ráðuneytinu. Bæjarráð samþykkir samninginn.

22.Viðbragðsáætlun vegna jarðskjálfta

Málsnúmer 201210138Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti Friðrik Jónsson, framkvæmdastjóri Almannavarnanefndar Þingeyinga. Friðrik fór yfir og kynnti viðbragðaáætlun vegna jarðskjálfta sem verið er að vinna og er langt komin. Bæjarráð leggur ríka áherslu á að allar viðbragðsáætlanir fyrir sveitarfélagið verði kláraðar sem fyrst. Bæjarráð þakkar Friðrik fyrir greinargóða kynningu og vel unnin störf.

23.Þráinn Ómar Sigtryggsson og Einar Ófeigur Björnsson f.h. fjallskiladeilda í Kelduhverfi og Reykjahverfi, sækja um styrk vegna aukakostnaðar við göngur og leitir hjá bændum á þessu svæði

Málsnúmer 201210102Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur styrkumsókn frá fulltrúum fjallskiladeilda í Kelduhverfi og Reykjahverfi vegna aukakostnaðar við göngur og leitir hjá bændum á þessu svæði. Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í framkvæmda- og hafnanefnd.

24.Samningur við sveitarfélög í Þingeyjarsýslum um ráðgjafaþjónustu

Málsnúmer 201012067Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umfjöllunar samningur við sveitarfélög í Þingeyjarsýslum um ráðgjafaþjónustu. Samningurinn felur í sér þjónustu sem Norðurþing veitir sveitarfélögum í Þingeyjarsýslum í barnavernd, skólaþjónustu og félagslega ráðgjafaþjónustu. Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.