Fara í efni

Fiskistofa óskar eftir umsögn vegna starfsleyfis til handa Rifós hf

Málsnúmer 201210090

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 59. fundur - 01.11.2012

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar erindi frá Fiskistofu vegna starfsleyfis til handa Rifós hf., í Kelduhverfi. Umsókn Rifóss hf., felur í sér rekstarleyfi til fiskeldis þar sem leyfilegt framleiðslumagn er 1000 tonn af samanlagt laxi og bleikju til manneldis á ári, þar af allt að 600 tonn af laxi á ári í sjókvíum í Innra-Lóninu í Kelduhverfi. Í umsókninni er einnig gert ráð fyrir að heimilt verði að reka á staðnum seiðaeldi án þess þó að farið verði yfir framangreint framleiðslumagn.Fiskistofa óskar eftir umsögn sveitarfélagsins til að tryggja aðkomu þess að stjórnsýsluákvörðunum sem varða m.a. svæðaskiptingu fiskeldis, staðsetningu fiskeldisstarfssemi og útgáfu rekstarleyfi til fiskeldi. Bæjarráð mælir með að Fiskistofa verði við umsókn Rifóss hf., sem felur í sér rekstsrarleyfi til fiskeldis enda hefur starfsstöð þess verið starfsrækt við Lón í Kelduhverfi um langt árabil.