Fara í efni

Umhverfisráðuneyti óskar eftir athugasemdum við drög að nýjum samningi um rekstur Náttúrustofu N-Austurlands

Málsnúmer 201208022

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 52. fundur - 20.08.2012

Bæjarráð er jákvætt fyrir framlengingu á samningi um Náttúrustofu N-Austurlands, en óskar eftir nánari skýringum á grein 10 áður en hann verður endanlega samþykktur.

Bæjarráð Norðurþings - 59. fundur - 01.11.2012

Fyrir bæjarráði liggja drög að samningi umhverfisráðuneytisins, Norðurþings og Skútustaðahrepps um rekstur Náttúrustofu Norðausturlands. Núverandi samningur milli aðila rennur út um næstu áramót. Samningurinn er að mestu óbreyttur frá núgildandi samningi en er aðlagaður að breyttum áherlsum Ríkisendurskoðunar. Einnig er tekið tillit til ákvörðunar Alþingis um breytt fyrirkomulag fjárheimilda 2013, en þær komu fram í fjárlögum ársins 2012. Ráðuneytið óskar eftir því að afstað sveitarfélagsins til samningsdragana og athugasemdir ef einvherjar eru verði send ráðuneytinu. Bæjarráð samþykkir samninginn.