Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

52. fundur 20. ágúst 2012 kl. 18:00 - 19:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Boð til Karlskoga í Svíþjóð 26. September 2012

Málsnúmer 201208012Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að taka boði Karlskoga.

2.Eignarhaldsfélagið Fasteign - endurskipulagning

Málsnúmer 201205043Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi nýsköpun í opinberum rekstri

Málsnúmer 201207032Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Umhverfisráðuneyti óskar eftir athugasemdum við drög að nýjum samningi um rekstur Náttúrustofu N-Austurlands

Málsnúmer 201208022Vakta málsnúmer

Bæjarráð er jákvætt fyrir framlengingu á samningi um Náttúrustofu N-Austurlands, en óskar eftir nánari skýringum á grein 10 áður en hann verður endanlega samþykktur.

5.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 18

Málsnúmer 1208003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til staðfestingar, í umboði bæjarstjórnar, fundargerð 18. fundar fræðslu- og menningarnefndar. Til máls tóku undir fundargerðinni: Gunnlaugur, Jón Helgi, Trausti, Friðrik og Þráinn. Mál: 201208031 - leikskóladvöl barna utan lögheimilissveitarfélags. Bæjarráð samþykkir að leita eftir samningum við Skútustaðahrepp um leikskólapláss fyrir börn frá Grímsstöðum og Grímstungu. Menningar- og fræðslunefnd er falið að ganga til samninga og leggja fram áætlun vegna þessa. Aðrir liðir staðfestir án umræðu.

6.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 95

Málsnúmer 1208002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til staðfestingar, í umboði bæjarstjórnar, fundargerð 95. fundar skipulags- og byggingarnefndar. Til máls tóku undir fundargerðinni: Gunnlaugur, Jón Helgi, Trausti, Friðrik og Þráinn. Mál: 201105013 Endurskoðun deiliskipulags miðhafnarsvæðis. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu.Mál: 201207044. Framkvæmdaleyfi vegna breikkunar á Þeistareykjavegi nyrðri. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindi.Mál: 201207045. Framkvæmdaleyfi til að vegaframkvæmdir á Reykjaheiði og tilheyrandi efnisvinnslu. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindi.Friðrik óskar bókað:Mér þykir eðlilegt að greitt sé markaðsverð fyrir efnistöku úr námum í eigu sveitarfélagsins. Aðrir liðir staðfestir án umræðu.

7.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 21

Málsnúmer 1208005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til staðfestingar, í umboði bæjarstjórnar, fundargerð 31. fundar framkvæmda- og hafnanefndar. Til máls tóku undir fundargerðinni: Gunnlaugur, Jón Helgi, Trausti, Friðrik og Þráinn. Mál 201105013. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Norðurþings vegna miðhafnarsvæðis. Bæjarráð samþykkir tillögu meirihluta framkvæmda- og hafnanefndar.Friðrik óskar bókað. Ég tek undir sjónarmið Áka Haukssonar og Hjálmars Boga Hafliðasonar að svæði V1/H4- blandað svæði verði ekki stækkað á kostnað hreins hafnarsvæðis. Aðrir liðir samþykktir án umræðu.

Fundi slitið - kl. 19:00.