Fara í efni

Tilboð í hlut Byggðastofnunar í Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga ehf.

Málsnúmer 201210133

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 59. fundur - 01.11.2012

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Byggðastofnun vegna hlutafjártilboð í eignarhlut þess í Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga ehf., frá Artic Edge Consulting ehf. Um er að ræða 1,5% hlutafjár í félaginu að nafnvirði 159.280.- á genginu 0,62782521. Heildarkaupverð er því kr. 100.000.- Byggðastofnun hefur samþykkt tilboðið og fer fram á að sveitarfélagið, f.h. hluthafa í Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga falli frá forkaupsrétti að hlutafénu, sem hluthafar hafa samvkæmt 7. gr. samþykkta félagsins. Óskað er eftir svari. Bæjarráð samþykkir að nýta sér ekki forkaupsréttinn. Friðrik Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.