Fara í efni

Aðalfundur Eyþings 2012

Málsnúmer 201209082

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 56. fundur - 25.09.2012

Fyrir bæjarráði liggur fyrir aðalfundarboð Eyþings 2012. Aðalfundurinn fer fram 5. og 6. október í Bergi á Dalvík. Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Norðurþings - 57. fundur - 04.10.2012

Aðalfundur Eyþings fer fram 5. og 6. október n.k. í menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Bæjarráð samþykkir eftirfarandi breytingu á aðalmönnum á aðalfundi Eyþings. Í stað Bergs Elíasar Ágústssonar sem aðalmanns kemur Gunnlaugur Stefánsson.

Bæjarráð Norðurþings - 59. fundur - 01.11.2012

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð aðalfundar Eyþings sem haldinn var dagana 5. og 6. október s.l. Eftirfarandi kemur m.a. fram í ályktum aðalfundarins: Samtökin samþykkja þátttöku í sóknaráætlun landshluta 2020.Samtökin fagna þeim möguleikum sem felast í IPA styrkjum.Samtökin fagna mótun innanríkisstefnu þar sem réttlæti, lýðræði og sterkir innviðir verði hafðir að leiðarljósi.Samtökin lýsa ánægju sinni með núgildandi menningarsamninga og leggur áherslu á að þrátt fyrir fyrirhugaðar breytingar í tengslum við sóknaráætlun 2020 verði tryggt að fjármagn til menningarmála á starfssvæði Eyþings skerðist ekki.Samtökin harma þá stöðu sem Náttúruminjasafn Íslands býr við í dag.Samtökin leggja til að Byggðastofnun flytjist til innanríkisráðuneytisins þar sem byggðamál eru nátengd sveitarstjórnarmálum.Samtökin beinir því til ríkisvaldsins að samhliða fjölgun ferðamanna og mikilli umferð á svæðinu verði þess gætt að löggæsla og nauðsynleg heilbrigðisþjónusta sé tryggð.Samtökin lýsir þungum áhyggjum af stöðu Sjúkrahússins á Akureyrir (FSA) hvað varðar mönnun og tækjabúnað.Samtökin skora á velferðarráðherra og ríkisstjórn að leggja fjármagn til lausnar á þeim bráðavanda sem er í mönnun á sérfræðingum við FSA.Samtökin hvetja til að sett verði á laggirnar nám í dreifbýlislækningum og -hjúkrun í samvinnu við Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri og heilbrigðisstofnanir á svæðinu.Samtökin benda á að Háskólinn á Akureyri hefur haft mikla þýðingu fyrir menntun á landsbyggðinni og hefur styrkt búsetu og atvinnulíf á svæði Eyþings.Samtökin lýsa áhyggjum sínum af vaxtandi útbreiðslu ágengra plöntutegunda á borð við skógarkerfil og bjarnarkló og kalla eftir áframhaldandi aðkomu ríkisvaldsins að þeirri varnarbaráttu sem sveitarfélögin heyja gegn þessum vágesti í íslenskri náttúru.Samtökin fagna því að loks hylli undir að framkvæmdir við Vaðlaheiðagöng hefjist fyrir alvöru.Samtökin leggja til að teknar verði upp að nýju hugmyndir um hálendisveg yfir Kjöl.Samtökin fagnar þeim vegasamgöngubótum sem þegar eru orðnar og fyrirhugðar eru í nánustu framtíð. Fundurinn telur ótækt að enn eigi eftir að byggja upp 27 km stofnvegarins á milli Bakkafjarðar og Þórshafnar og leggja á það bundið slitlag.Samtökin fagnar því skrefi sem tekið hefur verið varðandi almenningssamgöngur um Norðurland.Samtökin leggjast eindregið gegn því að miðstöð innanlandsflugs verði flutt úr Vatnsmýrinni. Jafnframt leggjast samtökin eindregið gegn áformum um að hætta stuðningi við flugsamgöngur til og frá Þórshöfn um áramótin 2013/2014. Flugsamgöngur til Þórshafnar, Vopnafjarðar, Húsavíkur og Grímseyjar eru ein af lífæðum samfélagsins sem nauðsynlegt er að standa vörð um.Samtökin ítreka tillögur sínar um að yfirstjórn Vatnajökulsþjóðgarðs verði flutt frá Reykjavík heim í hérað og að svæðisráðunum verði falin stjórnun hans.Samtökin leggja þunga áherslu á að stjórnvöld, í samvinnu við heimafólk, vinni áfram markvisst að undirbúningi nýtingar þeirra orku sem er að finna á háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum.Samtökin telja mikilvægt að stuðningur ríkisins við fráveituframkvæmdir sveitarfélaga verði tryggður.Samtökin skora á Alþingi að jafna að fullu raforkuverð til almennra notenda á landinu.Samtökin lýsa yfir áhyggjum af því að takmörkuð flutningsgeta á rafmangi innan svæðisins geti haft þau áhrif að skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja á starfssvæði Eyþings.Samtökin leggja þunga áherslu á að jöfnun húshitunarkostnaðar á landsvísu verði gert að forgangsmáli til að jafna búsetuskilyrði í landinu.Samtökin styðja við hugmyndir um uppbyggingu umskipunar- og þjónustuhafna á starfssvæði Eyþings vegna olíuleitar og námuvinnslu og fagnar því frumkvæði sem einstök aðildarsveitarfélög hafa sýnt.Samtökin fagna því að ríkisvaldið hefur lofað að tryggja bændum bætur vegna tjóns sem þeir urðu fyrir vegna óveðursins sem gekk yfir Norðurland í byrjun september. Fundargerðin lögð fram til kynningar. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Eyþings.