Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

57. fundur 04. október 2012 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Olga Gísladóttir 1. varamaður
  • Friðrik Sigurðsson varamaður
  • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Aðalfundur Eyþings 2012

Málsnúmer 201209082Vakta málsnúmer

Aðalfundur Eyþings fer fram 5. og 6. október n.k. í menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Bæjarráð samþykkir eftirfarandi breytingu á aðalmönnum á aðalfundi Eyþings. Í stað Bergs Elíasar Ágústssonar sem aðalmanns kemur Gunnlaugur Stefánsson.

2.Árshlutareikningur Orkuveitu Húsavíkur ohf. 30. júní 2012

Málsnúmer 201209090Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar árshlutareikningur Orkuveitu Húsavíkur ohf. fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2012. Fram kemur í árshlutauppgjörinu að hagnaður af reglulegri starfsemi er um 96.5 m.kr.Aðrar helstu kennitölur eru:Veltufjárhlutfall er 24,39Eiginfjárhlutfall er 67,18% Árshlutareikngurinn lagður fram til kynningar.

3.Fyrirspurn frá Innanríkisráðuneyti um málstefnu sveitarfélagsins

Málsnúmer 201209094Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fyrirspurn frá Innanríkisráðuneytinu um málstefnu sveitarfélaga skv. 130 gr. sveitarstjórnarlaga. En fyrirspurn barst frá Alþingi til innanríkisráðherra um málstefnu í sveitarfélögum. Samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 skulu sveitarstjórnir móta sveitarfélaginu málstefnu í samráði við Íslenska málnefnd og eftir atvikum málnefnd um íslenskt táknmál. Með bréfinu er óskað upplýsinga frá sveitarfélögum hvort og þá með hvaða hætti þau hafa uppfyllt lagaákvæðið. Ekki er hafinn undirbúningur að mótun málstefnu samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 í sveitarfélaginu Norðurþingi. Bæjarráð telur rétt að framkvæmt verði kostnaðarmat við gerð- og innleiðingu á málstefnu áður en ákvörðun verði tekin um tímasetningu innleiðingar.

4.Mærudagar 2012

Málsnúmer 201206079Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar skýrsla framkvæmdaaðila Mærudaga 2012. Fram kemur í skýrslunni að hagnaður af hátíðinni hafi verið um 638 þúsund og að afgangur frá fyrra ári hafi verið um 44 þúsund. Kostnaður við hátíðina hefur vaxið þó forskrift sé með svipuðu sniði og fyrri hátíðar. Minnstu styrkir sem fengust voru 20 þúsund og þær hæstu fóru í 300 þúsund krónur. Utan 1,5 milljón króna styrks Norðurþings voru aðstöðugjöld og styrkir 2,6 milljónir. Flest fyrirtæki á Húsavík styrktu hátíðina. Norðurþing gekk svo í ábyrgð fyrir löggæslukostnaði sem var rúm 1,2 milljón.Fram kemur í skýrslunni að mikilvægt sé að tryggja hátíðinni nægjanlegt fé og eru ýmsar leiðir reifaðar í því sambandi. Einnig kemur fram að mikilvægt er að fleiri aðilar komi að framkvæmd hátíðarinnar. Ráðgert er að halda opinn fund með bæjarbúum í október og kynna þeim uppgjör og framkvæmd Mærudaga 2012 ásamt því að ræða hvernig íbúar vilja sjá hátíðina á næsta ári. Bæjarráð þakkar framkvæmdaaðilum fyrir greinargóða skýslu. Jafnframt þakkar bæjarráð öllum þeim sem komu að því að gera Mærudagshátíðina 2012 jafn góða og raun ber vitni.

5.Norðurlax, aðalfundarboð

Málsnúmer 201103088Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundarboð á aðalfund Norðurlax hf. sem haldinn verður þriðjudaginn 16. október 2012 í kaffistofu Norðurlax hf. á Laxamýri og hefst hann kl. 20:00. Bæjarráð felur Bergi Elíasi Ágústssyni að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum og Guðbjarti Ellert Jónssyni til vara.

6.Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar 180. mál, kosningar til sveitarstjórna

Málsnúmer 201209109Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frumvarp til laga um kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna (aðstoð við atkvæðagreiðslu), 180. mál. Frumvarpið kemur frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Þess er óskað að umsögn sveitarfélagsins berist eigi síðar en föstudaginn 5. október n.k. Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.