Fara í efni

Fyrirspurn frá Innanríkisráðuneyti um málstefnu sveitarfélagsins

Málsnúmer 201209094

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 57. fundur - 04.10.2012

Fyrir bæjarráði liggur fyrirspurn frá Innanríkisráðuneytinu um málstefnu sveitarfélaga skv. 130 gr. sveitarstjórnarlaga. En fyrirspurn barst frá Alþingi til innanríkisráðherra um málstefnu í sveitarfélögum. Samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 skulu sveitarstjórnir móta sveitarfélaginu málstefnu í samráði við Íslenska málnefnd og eftir atvikum málnefnd um íslenskt táknmál. Með bréfinu er óskað upplýsinga frá sveitarfélögum hvort og þá með hvaða hætti þau hafa uppfyllt lagaákvæðið. Ekki er hafinn undirbúningur að mótun málstefnu samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 í sveitarfélaginu Norðurþingi. Bæjarráð telur rétt að framkvæmt verði kostnaðarmat við gerð- og innleiðingu á málstefnu áður en ákvörðun verði tekin um tímasetningu innleiðingar.