Fara í efni

Mærudagar 2012

Málsnúmer 201206079

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 48. fundur - 06.07.2012

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá verkefnastjóra Mærudaga 2012 en búið er að skipuleggja hátíðarsvæði og aðra aðstöðu eins og undanfarin ár. Fram kemur í tillögunni breytingu frá fyrri árum sem felur m.a. eftirfarandi í sér: 1. Skammtíma vínveitingaleyfi á Hafnastétt verði takmarkað við þá rekstraraðila sem nú þegar eru á svæðinu en auk þeirra fái Völsungur eitt slíkt leyfi.2. Óskað er eftir yfirlýsingu eða stefnu sveitarfélagsins varðandi aðkomu félagasamtak að hátíðinni. Það er að félagasamtök í sveitarfélaginu hafi forgang að aðstöðu til sölu veitinga og varnings til fjáröflunar yfir Mærudaga 2012.3. Óskað er eftir samþykki sveitarfélagsins fyrir ábyrgðartryggingu vegna löggælsukostnaðar við hátíðina. Til að halda kostnaði í lágmarki við gæslu hefur verið leitað til félagasamtaka á Húsavík sem munu taka að sér öryggisgælsuna yfir hátíðisdagana. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur og samþykkir jafnframt að opnunartími veitinga- og skemmtistaða verði ekki opnir lengur en til kl. 03:00 aðfaranótt laugardags og sunnudags Mærudagshelgina.

Bæjarráð Norðurþings - 57. fundur - 04.10.2012

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar skýrsla framkvæmdaaðila Mærudaga 2012. Fram kemur í skýrslunni að hagnaður af hátíðinni hafi verið um 638 þúsund og að afgangur frá fyrra ári hafi verið um 44 þúsund. Kostnaður við hátíðina hefur vaxið þó forskrift sé með svipuðu sniði og fyrri hátíðar. Minnstu styrkir sem fengust voru 20 þúsund og þær hæstu fóru í 300 þúsund krónur. Utan 1,5 milljón króna styrks Norðurþings voru aðstöðugjöld og styrkir 2,6 milljónir. Flest fyrirtæki á Húsavík styrktu hátíðina. Norðurþing gekk svo í ábyrgð fyrir löggæslukostnaði sem var rúm 1,2 milljón.Fram kemur í skýrslunni að mikilvægt sé að tryggja hátíðinni nægjanlegt fé og eru ýmsar leiðir reifaðar í því sambandi. Einnig kemur fram að mikilvægt er að fleiri aðilar komi að framkvæmd hátíðarinnar. Ráðgert er að halda opinn fund með bæjarbúum í október og kynna þeim uppgjör og framkvæmd Mærudaga 2012 ásamt því að ræða hvernig íbúar vilja sjá hátíðina á næsta ári. Bæjarráð þakkar framkvæmdaaðilum fyrir greinargóða skýslu. Jafnframt þakkar bæjarráð öllum þeim sem komu að því að gera Mærudagshátíðina 2012 jafn góða og raun ber vitni.