Fara í efni

Flugfélagið Ernir ehf. leggur niður áætlunarflug

Málsnúmer 201210139

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 59. fundur - 01.11.2012

Fyrir bæjarráði liggur til umfjöllunar tilkynning frá Flugfélaginu Erni. Fl
ugfélagið Ernir hefur haldið úti flugsamgöngum við Vestmannaeyjar, Húsavík, Höfn í Hornafirði, Bíldudal og Gjögur. Árið 2007 var gerður verksamningur við Vegagerðina við Flugfélagið Erni um áætlunarflug til Hafnar í Hornafirði, Bíldudals og Gjögurs, nú er svo komið að Ernir sjá sér ekki fært að halda úti flugi til þessara staða þar sem kostnaður hefur vaxið mun meira en greiðslur ríkisins fyrir þetta áætlunarflug og skipta opinber gjöld þar mestu enda hafa þau amk þrefaldast.
Þrátt fyrir fjölgun farþega og hærri tekjur þá ber innanlandsflugið ekki þær auknu álögur sem á það er lagt. Þá er það mjög skýrt að falli áætlunarflug niður til þeirra áfangastaða sem samningurinn nær til verður forsendubrestur á áætlunarflugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja.
Það er alvarleg staða sem upp er komin og má benda á að innanlandsflugið eru einu samgöngur Árneshrepps við umheiminn að vetri til. Það er algerlega ólíðandi að stjórnvöld láti hjá líða að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin og skorum við á innanríkisráðherra að beita sér fyrir því að tryggja að leiðréttur verði strax sá forsendubrestur sem orðinn er á verksamningi ríkisins við Flugfélagið Erni svo tryggja megi áframhaldandi flugsamgöngur til áfangastaða félagsins.
Rétt er að minna á að eitt af markmiðum samgönguáætlunar er jákvæð byggðaþróun. Innanlandsflugið gegnir þar lykilhlutverki.

Samkvæmt nýjum upplýsingum verður flogið að minnsta kosti fram að áramótum til framangreindra áfangastaða og á þeim tíma látið reyna á samninga við innanríkisráðuneytið. Bæjarráð hvetur málsaðila til að ganga frá samningum og tryggja þar með áframhaldandi flugsamgöngur.

Friðrik óskar bókað:
Flug til Húsavíkur er ekki ríkisstyrkt og ljóst er að ÍSAVIA nýtur af því góðs tekjulega, bæði á Húsavík og í Reykjavík að þessari flugleið sé sinnt.
Þingeyingar stöndum vörð um beint flug til Húsavíkur.

Friðrik Sigurðsson - sign.