Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

55. fundur 13. september 2012 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Soffía Helgadóttir 2. varamaður
  • Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.799. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201209034Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð 799. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti auglýsir til umsóknar byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013

Málsnúmer 201209035Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur auglýsing umsóknar frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti um byggðakvóta fiskveðiársins 2012 - 2013. Með auglýsingu þessari vill ráðuneytið gefa bæjar- og sveitarstjórnum kost á að sækja um byggðakvóta á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006, með síðari breytingum. Bæjarstjórnir / sveitastjórnir eru umsóknaraðilar fyrir byggðalögin innan sveitarstjórnarumdæmanna og annast þær öll samskipti við ráðuneytið sem nauðsynleg eru vegna úthlutunarinnar. Umsóknarfrestur er til 28. september n.k. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina.Til greina við úthlutun byggðakvóta koma:1. Minni byggðalög ( viðmiðun er 2.000 íbúar þann 1. desember 2011 ), sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi og sem háð eru veiðum og vinnslu á botnfiski. Skal sveitarstjórn gera ráðuneytinu ítarlega grein fyrir vanda byggðarlagsins sem talið er að rekja megi til samdráttar í sjávarútvegi á síðustu árum og fyrir þýðingu veiða og vinnslu á botnsfiski fyrir það byggðarlag.2. Byggðarlög sem orðið hafa fyrir óvæntri skerðingu á heildaraflaheimildum fiskiskipa sem gerð hafa verið út og landað afla í viðkomandi byggðarlögum og sem veruleg áhrif hefur haft á atvinnuástand í þeim. Sveitarstjórnir skulu leggja fram gögn, sem sýna fram á að í tilteknu byggðarlagi hafi óvænt skerðing heildaraflaheimilda fiskiskipa sem gerð eru þaðan út og landað hafa þar afla, hafi haft verulega neikvæð áhrif á atvinnuástand í viðkomandi byggðarlagi.Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá umsókn sveitarfélagsins vegna úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2012 - 2013. Bæjarráð vekur jafnfram athygli á því að umsóknaraðili byggðakvótans er sveitarfélagið og mun því leggja áherslu á, í umsókn sinni, að úthlutaður byggðakvóti fiskveiðiársins 2012 til 2013 verði nýttur til veiða og vinnslu innan byggðarlaga eða sveitarfélagsins. Leiðarljós úthlutunarreglna miðast að því að viðhalda og efla atvinnustig bæði til sjós og hjá landvinnslu.

3.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2012

Málsnúmer 201209031Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur tilkynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2012. Fyrirhuguð ráðstefna mun fara fram dagana 27. og 28. september n.k. í salnum Silfurbergi í tónlistar- og ráðstefnuhúsi Hörpu í Reykjavík. Skráning er hafin og lýkur henni mánudaginn 24. september n.k. Lagt fram til kynningar.

4.Umhverfis og auðlindaráðuneytið-Drög að heildstæðu frumvarpi til náttúruverndarlaga

Málsnúmer 201209014Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja drög að heilstæðu frumvarpi til náttúruvendralaga frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti til umsagnar. Í meðfylgjandi drögum sem telja um 107 blaðsíður fylgja athugasemdir við lagafrumvarpið.Bæjarráð mun birta fyrirliggjandi drög á heimasíðu sveitarfélagsins og óska eftir athugasemdum frá íbúum, landeigendum, félagasamtökum og/eða hagsmunasamtökum áður en umsögn sveitarfélagsins verður send ráðuneytinu.

5.Velferðarráðuneytið sendir drög að heilbrigðisáætlun til umsagnar

Málsnúmer 201209033Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja drög að heilbrigðisáætlun til umsagnar. Við gerð heilbrigðisáætlunar til ársins 2020 var lögð rík áhersla á víðtækt samráð. Í þeim anda var boðað til þjóðfundar um heilbrigðismál í mars 2012 sem 220 fulltrúar tóku þátt í. Í maí, ágúst og september sama ár voru haldnir fundir með sérfræðingum og fulltrúum sveitarfélaga um tiltekna hluta áætlunarinnar. Auk þess hafa verið haldnir fjölmargir smærri fundir með leiknum og lærðum. Margar góðar tillögur sem komið hafa fram á þessum fundum má sjá í nýrri heilbrigðisáætlun. Öllum er frjálst að gera athugasemdir við drögin. Óskað er eftir að athugasemdir séu stuttar og hnitmiðaðar. Drögin má finna á heimasíðu velferðarráðuneytisins: http//www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/33501 Lagt fram til kynningar.

6.Fjárhagsáætlanir Norðurþings 2013

Málsnúmer 201209003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til meðferðar fjárahagsáætlun ársins 2013. Bæjarstjóri kynnti og fór yfir tekjuáætlun, forsendur, hagspár og fleira sem varðar vinnu við fjárhagsáætlunargerðina.

7.Leikskóladvöl barna utan lögheimilissveitarfélags.

Málsnúmer 201208031Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á 19. fundi fræðslu- og menningarnefndar en eftirfarandi afgreiðsla fundarins er: "Fræðslu- og menningarnefnd óskar eftir því við Bæjarráð að veita aukafjárveitingu að upphæð 275.000,- vegna niðurgreiðslu leikskólapláss á Hafralæk fram að áramótum 2012-2013." Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni fræðslu- og menningarnefndar um aukafjárveitingu.

Fundi slitið - kl. 18:00.