Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

60. fundur 08. nóvember 2012 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri- staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.800. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201211004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 800. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.

2.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti auglýsir til umsóknar byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013

Málsnúmer 201209035Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu umsókn sveitarfélagsins um byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013. Bæjarráð hefur farið yfir og kynnt sér reglugerðir við úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2012/2013 en þar sem þær eru almennar og gera ekki ráð fyrir aðstæðum sveitarfélagsins Norðurþings sem er ein stjórnsýslueining er fyrirséð að það er vandkvæðum bundið að leggja til breytingatillögur sem standast stjórnsýslulög og fullnægja jafnframt tilgangi og markmiðum um byggðakvóta. Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn beiðni til ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála þar sem þess er óskað að ráðuneytið veiti leiðbeinandi ráðgjöf að breytingartillögum þannig að úthlutun byggðakvóta geti farið fram og stuðli að því markmiði sem lög um hann segja til. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að óska eftir fundi með ráðherra þar sem atvinnumál Kópaskers og Raufarhafnar verði rædd. Meðan þessi mál eru til umfjöllunar og úrlausnar er þess óskað að frestur til að skila inn tillögum verði framlengdur.

3.Markaðsskrifstofa Norðurlands, ósk um endurnýjun á samstarfssamningi

Málsnúmer 201211010Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu beiðni Markaðsskrifstofu Norðurlands um endurnýjun á samstarfssamningi. Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2013.

4.Mótorsportdeild Völsungs óskar eftir leyfi til að halda ískrossmót á Botnsvatni

Málsnúmer 201211026Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu leyfisbeiðni Mótorsportdeildar Völsungs til að halda ískrossmót á Botnsvatni. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni að því gefnu að aðrir sem um leyfið fjalla geri slíkt hið sama.

5.Stígamót, umsókn um styrk fyrir árið 2013

Málsnúmer 201211016Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá Stígamótum fyrir starfsárið 2013. Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

6.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, frumvarp til umsagnar, 3. mál

Málsnúmer 201211002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frumvarp til laga um breytingar á fumvarpi til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 með síðari breytingum. Erindið er lagt fram til kynningar.

7.Umsókn um styrk vegna starfsemi Landsbyggðin lifi

Málsnúmer 201211027Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni vegna starfsemi félagasamtakanna "Landsbyggðin lifi". Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

8.Sorpsamlag Þingeyinga, fundargerðir ársins 2012

Málsnúmer 201202042Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur ósk Sorpsamlags Þingeyinga um tilnefningu fulltrúa sveitarfélagsins á hluthafafund Sorpsamlagisns sem fram fer 19. nóvember n.k. Bæjarráð felur Bergi Elíasi Ágústssyni að fara með umboð sveitarfélagsins og Jón Helgi Björnsson til vara.

Fundi slitið - kl. 18:00.